Skákblinda
Orðið skákblinda er stundum notað þegar maður sér ekki góða leiki hjá andstæðingum sem setur mann í klemmu.
Það getur verið verulega svekkjandi þegar maður fær á sig mjög sterkan leik frá sínum andstæðingi sem maður sá ekki fyrir.
Stundum er leikurinn það góður að maður getur gefið skákina strax. Allir skákmenn hafa fengið svona leiki á sig á ferlinu og er það alltaf jafn svekkjandi þegar maður áttar sig á að oftast var hægt að redda sér út úr þessu hefði maður leikið öðrum leik næst á undan.
Undirritaður tefldi við Rúnar Ísleifsson, skógarvörð á Vöglum í Fnjóskadal árið 2020 í meistaramóti Goðans það ár. Þetta var úrslitaskák um titilinn og því mikið undir. Skákin var í jafnvægi þar til í 24. leik. Þá lék Rúnar góðum leik sem hann hafði undirbúið í leiknum þar á undan, sem undirritaður sá ekki og gerði út um skákina.