Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016.
Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016.
Líf og starf 23. ágúst 2024

Skákblinda

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Orðið skákblinda er stundum notað þegar maður sér ekki góða leiki hjá andstæðingum sem setur mann í klemmu.

Það getur verið verulega svekkjandi þegar maður fær á sig mjög sterkan leik frá sínum andstæðingi sem maður sá ekki fyrir.

Stundum er leikurinn það góður að maður getur gefið skákina strax. Allir skákmenn hafa fengið svona leiki á sig á ferlinu og er það alltaf jafn svekkjandi þegar maður áttar sig á að oftast var hægt að redda sér út úr þessu hefði maður leikið öðrum leik næst á undan.

Undirritaður tefldi við Rúnar Ísleifsson, skógarvörð á Vöglum í Fnjóskadal árið 2020 í meistaramóti Goðans það ár. Þetta var úrslitaskák um titilinn og því mikið undir. Skákin var í jafnvægi þar til í 24. leik. Þá lék Rúnar góðum leik sem hann hafði undirbúið í leiknum þar á undan, sem undirritaður sá ekki og gerði út um skákina.

Hermann Aðalsteinsson hvítt. Rúnar Ísleifsson svart. Svartur á leik. 24......De2 !!. Báðir hrókar hvíts í uppnámi og ekki hægt að bjarga nema öðrum. Að lenda hrók undir var vonlaust til árangurs og því gaf undirritaður skákina tveim leikjum síðar.

Skylt efni: Skák

Skákblinda
Líf og starf 23. ágúst 2024

Skákblinda

Orðið skákblinda er stundum notað þegar maður sér ekki góða leiki hjá andstæðing...

Sæunn setur öryggið á oddinn
Líf og starf 20. ágúst 2024

Sæunn setur öryggið á oddinn

Hefð er fyrir því að synt sé til heiðurs afrekskúnni Sæunni yfir Önundarfjörð í ...

Sumarskjálftinn
Líf og starf 19. ágúst 2024

Sumarskjálftinn

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins, nú fyrir sumarfrí starfsmanna, slógum við á l...

Stjörnuspá
Líf og starf 19. ágúst 2024

Stjörnuspá

Vatnsberinn kemur ferskur undan vætusömu sumri og er til í hvað sem er. Hann hef...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 16. ágúst 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins að líta dagsins ljós og með það til hliðsjónar ...

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal
Líf og starf 15. ágúst 2024

Bændamarkaður á Grund á Jökuldal

Í sumar hefur bændamarkaður verið rekinn á Grund á Jökuldal við Stuðlagil, fjöls...

Úr sarpi Bændablaðsins: Íslenskir garðar skipta máli
Líf og starf 12. ágúst 2024

Úr sarpi Bændablaðsins: Íslenskir garðar skipta máli

Garðrækt hófst ekki á Íslandi fyrr en um miðja 18. öldina. Ein elsta frásögn af ...

Óðinshani
Líf og starf 9. ágúst 2024

Óðinshani

Óðinshani er fremur smávaxinn sundfugl og er einn af tveimur tegundum sundhana s...