Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016.
Rúnar Ísleifsson að tafli í Atlantic City árið 2016.
Líf og starf 23. ágúst 2024

Skákblinda

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Orðið skákblinda er stundum notað þegar maður sér ekki góða leiki hjá andstæðingum sem setur mann í klemmu.

Það getur verið verulega svekkjandi þegar maður fær á sig mjög sterkan leik frá sínum andstæðingi sem maður sá ekki fyrir.

Stundum er leikurinn það góður að maður getur gefið skákina strax. Allir skákmenn hafa fengið svona leiki á sig á ferlinu og er það alltaf jafn svekkjandi þegar maður áttar sig á að oftast var hægt að redda sér út úr þessu hefði maður leikið öðrum leik næst á undan.

Undirritaður tefldi við Rúnar Ísleifsson, skógarvörð á Vöglum í Fnjóskadal árið 2020 í meistaramóti Goðans það ár. Þetta var úrslitaskák um titilinn og því mikið undir. Skákin var í jafnvægi þar til í 24. leik. Þá lék Rúnar góðum leik sem hann hafði undirbúið í leiknum þar á undan, sem undirritaður sá ekki og gerði út um skákina.

Hermann Aðalsteinsson hvítt. Rúnar Ísleifsson svart. Svartur á leik. 24......De2 !!. Báðir hrókar hvíts í uppnámi og ekki hægt að bjarga nema öðrum. Að lenda hrók undir var vonlaust til árangurs og því gaf undirritaður skákina tveim leikjum síðar.

Skylt efni: Skák

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...