Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi.
Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi.
Mynd / Guðjón Einarsson
Líf og starf 4. september 2020

Smölun og réttir, er það eitthvað ofan á brauð?

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vestfirska ærin og lambið hér á mynd virð­ast álíka áhyggjulaus og kindurnar á Fjallabaksleið nyrðri um yfirvofandi smölun, réttir og sláturtíð.

Þarna eru mæðginin (ef rétt er kyngreint) að háma í sig þara til að krydda upp á annars tilbreytingarlítið grasið sem vex í hlíðum Spillis við utanverðan Súgandafjörð. Þau búa öllu betur en féð á Fjallabaksleið sem á enga möguleika á að næla sér í sölt og steinefni sem finna má í vestfirskum fjörum. Í Súgandafirði er stutt á milli fjalls og fjöru og því auðvelt að hafa mikla tilbreytingu í fæðuvali þegar svo ber undir og fá úrvals krydd í kroppinn. 

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...