Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi.
Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi.
Mynd / Guðjón Einarsson
Líf og starf 4. september 2020

Smölun og réttir, er það eitthvað ofan á brauð?

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vestfirska ærin og lambið hér á mynd virð­ast álíka áhyggjulaus og kindurnar á Fjallabaksleið nyrðri um yfirvofandi smölun, réttir og sláturtíð.

Þarna eru mæðginin (ef rétt er kyngreint) að háma í sig þara til að krydda upp á annars tilbreytingarlítið grasið sem vex í hlíðum Spillis við utanverðan Súgandafjörð. Þau búa öllu betur en féð á Fjallabaksleið sem á enga möguleika á að næla sér í sölt og steinefni sem finna má í vestfirskum fjörum. Í Súgandafirði er stutt á milli fjalls og fjöru og því auðvelt að hafa mikla tilbreytingu í fæðuvali þegar svo ber undir og fá úrvals krydd í kroppinn. 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...