Smölun og réttir, er það eitthvað ofan á brauð?
Vestfirska ærin og lambið hér á mynd virðast álíka áhyggjulaus og kindurnar á Fjallabaksleið nyrðri um yfirvofandi smölun, réttir og sláturtíð.
Þarna eru mæðginin (ef rétt er kyngreint) að háma í sig þara til að krydda upp á annars tilbreytingarlítið grasið sem vex í hlíðum Spillis við utanverðan Súgandafjörð. Þau búa öllu betur en féð á Fjallabaksleið sem á enga möguleika á að næla sér í sölt og steinefni sem finna má í vestfirskum fjörum. Í Súgandafirði er stutt á milli fjalls og fjöru og því auðvelt að hafa mikla tilbreytingu í fæðuvali þegar svo ber undir og fá úrvals krydd í kroppinn.