Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi.
Þær virðast áhyggjulausar ærnar og lömbin sem þarna eru í grösugum haga á Fjallabaksleið nyrðri. Þær virðast líka kæra sig kollótta yfir vangaveltum um hvort gestir fái að vera fleiri eða færri vegna COVID-19 þegar þær verða reknar í réttir innan skamms. Hvað gerist svo eftir að búið er að draga í dilka og hvort erlent starfsfólk skili sér í sláturhús landsmanna eins og venjulega, er síðan örugglega lítið til umræðu í þessum fjárhópi.
Mynd / Guðjón Einarsson
Líf og starf 4. september 2020

Smölun og réttir, er það eitthvað ofan á brauð?

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Vestfirska ærin og lambið hér á mynd virð­ast álíka áhyggjulaus og kindurnar á Fjallabaksleið nyrðri um yfirvofandi smölun, réttir og sláturtíð.

Þarna eru mæðginin (ef rétt er kyngreint) að háma í sig þara til að krydda upp á annars tilbreytingarlítið grasið sem vex í hlíðum Spillis við utanverðan Súgandafjörð. Þau búa öllu betur en féð á Fjallabaksleið sem á enga möguleika á að næla sér í sölt og steinefni sem finna má í vestfirskum fjörum. Í Súgandafirði er stutt á milli fjalls og fjöru og því auðvelt að hafa mikla tilbreytingu í fæðuvali þegar svo ber undir og fá úrvals krydd í kroppinn. 

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...