Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 28. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn Jákvæð breyting verður í vinnumálum vatnsberans sem gefur honum rýmri tíma fyrir sína nánustu. Vatnsberar ættu að ganga í að lagfæra þau sambönd sem hafa verið slæm, bæði persónuleg og annars lags, en ást og vinátta verða ríkjandi næstu dagana. Happatölur 6, 11, 51.

Fiskurinn Þetta tímabil býður upp á tækifæri fyrir fiskinn til að kynnast nýjum hliðum á sjálfum sér. Athuga skal að sú vegferð helst í hendur við hversu mörgum markmiðum er náð. Persónulega lífið er spennandi og náin samskipti geta orðið enn nánari. Sjálfsrækt og hugleiðsla er mikilvæg. Happatölur 7, 26, 18.

Hrúturinn þarf að taka í hnappadrambið á sjálfum sér varðandi ýmis málefni. Lífið heldur annars áfram sínum hamstra- hjólsgangi. Einhverjum hrútum þykir þeir þó ekkert þurfa að laga hjá sér, en þar kemur oflæti við sögu og vísast að stíga niður úr hásætinu og athuga samskipti við sína nánustu. Happatölur 6, 13, 19.

Nautið hefur staðið í því að reyna að ganga frá ýmsum lausum endum –á handahlaupum. Þreytudrungi hefur plagað það og gott væri að komast í óvænt frí þar sem truflun er lítil sem engin. Lítið er að gerast í tilfinningamálunum og best að njóta þess á meðan er, enda ekki eitthvað sem nautið nennir að eyða orku í núna. Happatölur 12, 4, 88.

Tvíburinn þarf að nýta sér persónutöfrana í félagslegum samskiptum en þar er hann á heimavelli. Einhver mál þarf að leysa og best að einfalda hlutina eins mikið og unnt er. Skýr sýn, blað og penni í bland við yfirvegun eru hjálpargögnin hérna, en tvíburinn á það til að fara út um víðan völl. Happatölur 7, 31, 63.

Krabbinn á það til að vera hræddur við skuldbindingu en nú fær hann tækifæri til þess að opna hjarta sitt og deila innstu tilfinningunum. Traust er nauðsynlegur þáttur í lífinu og þarf krabbinn að æfa sig í að leyfa öðrum að standa við sitt án afskipta hans sjálfs. Happatölur 44, 15, 20.

Ljónið þarf að athuga málin þegar kemur að fjárhagnum en hann er ekki óvanur því að finna nýjar og skapandi leiðir til tekjuöflunar. Það hefur hæfileikana til slíks flæðis enda mörg ljón sem standa á sviði sér til framdráttar. Ljónið þarf að trúa einlæglega á sjálft sig og peningarnir munu flæða inn. Happatölur 3, 9, 22.

Meyjan Tafir í vinnumálum og verkefnum sem að meyjunni standa eru óumflýjanlegar, en úr þeim mun greiðast á áhugaverðan hátt. Ný persóna kemur inn í líf meyjunnar sem mun hafa mikil áhrif á hennar fastheldna líf og hrista upp í hlutunum – eitthvað til góðs og annað miður gott. Happatölur 43, 9, 33.

Vogin þarf að skipuleggja sig, en henni hættir til að hlaupa úr einu í annað og finnast hún vera að missa af öllu mögulegu þó ekki sé raunin. Vogin þarf enn og aftur að hvíla sig enda er að hagræða hlutunum þannig að aðrir geti hlaupið svolítið um líka – og gera það með glöðu geði. Happatölur 3, 11, 87.

Sporðdrekinn Nú eru stjörnurnar afar hliðhollar málum tilfinninga, en tunglið er að klára göngu sína í ljóninu. Þegar heimar ljóns og sporðdreka samtvinnast er það ávísun á ástríður og gæfu. Fimmtudagurinn 24. október er sérstaklega öflugur og fram að 1. nóvember en þá hefst nýtt tungl. Happatölur 5, 55,46.

Bogmaðurinn nálgast endalok breytinga sem gefur honum tækifæri til að enduruppgötva sjálfan sig. Hann er lúinn eftir langt stríð en má vera stoltur af því að hafa ekki gefist upp. Í dag ætti hann að þiggja óhræddur alla þá hjálp sem honum býðst og halda þannig sem fyrst á þá braut sem honum er ætluð. Happatölur 4, 18, 67.

Steingeitin ætti að njóta góða veðursins, horfa á fegurðina í kringum sig og njóta þess að vera til. Æfa sig í æðruleysisbæninni og tileinka sér það
að fullnustu að einu manneskjunni sem hægt er að breyta er hún sjálf. Steingeitin vinnur í happdrætti sér að óvörum og ætti að deila vinningnum með ástvinum sínum. Happatölur 21, 11, 15.

Skylt efni: stjörnuspá

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 28. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn Jákvæð breyting verður í vinnumálum vatnsberans sem gefur honum rýmr...

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur
Líf og starf 28. október 2024

Framfaraskref fyrir barnshafandi konur

Kvenfélagasamband Íslands hefur gefið heilbrigðisþjónustunni nýjan hugbúnað.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...