Sumarkveðja
Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast, með texta Jóhannesar úr Kötlum í huga og njóta alls þess góða sem fylgir því að vera til.
Sunnan yfir sæinn
Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær - og opnar skautið sitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!
Allt hið liðna er ljúft að geyma
- láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt.
Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!