Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Svona er fyrirhugað að risakýrin Edda muni líta út.
Svona er fyrirhugað að risakýrin Edda muni líta út.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 26. október 2021

Sýndi og seldi ljósmyndir og styrkti smíði á risakúnni Eddu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Þetta gekk frábærlega vel, betur en ég nokkurn tíma þorði að vona,“ segir Hólmgeir Karlsson, sem sýndi ljósmyndir í listaskálanum á Brúnir horse í Eyjafjarðarsveit tvær helgar í október. Myndirnar voru til sölu og fór andvirðið í að styrkja söfnun vegna smíði á risakú sem verður nýtt kennileiti í sveitarfélaginu.

Hólmgeir seldi 71 mynd og lagði söfnuninni til 753.700 krónur. Alls hafa safnast tæpar 4 milljónir króna en heildarkostnaður við verkefnið nemur um 5 milljónum króna.

Ljósmyndun hefur verið áhugamál Hólmgeirs frá unga aldri og hefur hann lengi gælt við að halda sýningu á myndum sínum. „Ég hef aldrei haft löngun til að selja myndirnar mínar eða fá pening fyrir þær, mér finnst svo mikið frelsi fólgið í því að eiga ljósmyndun fyrir áhugamál. Frelsið sem fylgir því að ekkert reki mann áfram nema gleðin við að taka góða mynd er mér svo dýrmætt,“ segir Hólmgeir.

Hólmgeir Karlsson við opnun sýningarinnar. Hann seldi 71 mynd og fékk fyrir 753 þúsund krónur sem hann gefur í verkefni sem unnið er að í Eyjafjarðarsveit, smíði á risakú sem ber heitið Edda.

Nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit

Um skeið hefur verið unnið að því að útbúa risakú, Eddu, og koma fyrir sem nýju kennileiti í einu helsta mjólkurframleiðsluhéraði landsins. Hólmgeir segir fjármögnun verksins byggja á því að takist að safna fyrir smíðinni. „Mér fannst söfnunin ekki ganga nógu hratt og að hana vantaði athygli, þá fékk ég þessa hugmynd að halda sýningu, selja myndir og láta söluandvirðið renna óskert til styrktar smíði á Eddu,“ segir Hólmgeir, sem ámálgaði hugmyndina við Hugrúnu Hjörleifsdóttur og Einar Gíslason á Brúnum. „Þau tóku mér strax opnum örmum, lögðu til sýningarsalinn og hjálpuðu mér að láta hugmyndina verða að veruleika.“ 

Beate Stormo, eldsmiður í Kristnesi, ásmt Hólmgeiri á opnun sýningarinnar á Brúnum um fyrri helgi. Beate smíðar Eddu, risakú sem verður nýtt kennileiti í Eyjafjarðarsveit, og Hólmgeir styrkir smíðina með söluandvirði ljósmynda sinna.

Fjölmenni leit inn á opnun, gerði sér veitingar að góðu og skoðaði ljósmyndir.

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...