Þegar heimurinn lokaðist
Árið er 1940 og heimurinn er vígvöllur. Ferðir milli Íslands og Evrópu hafa lagst af vegna styrjaldarinnar. Víða um lönd eru Íslendingar sem þrá að komast heim.
Í bókinni Þegar heimurinn lokast segir sagnfræðingurinn Davíð Logi Sigurðarson á lifandi og fræðandi hátt um aðdraganda þess að íslenskir embættismenn eftir margra mánaða þrotlausa fá Þjóðverja og Bretar til að samþykkja að Íslendingar megi senda Esjuna, stærsta skip þjóðarinnar á þeim tíma, til að sækja Íslendinga sem voru strandaglópar í Evrópu í einni ferð.
Þegar heimurinn lokaðist er sagan af fólkinu sem lagði í sögulega hættuför frá Norðurlöndum og meginlandi Evrópu til Petsamo við Norður-Íshafið og sigldi út á haf þar sem tundurdufl og kafbátar leyndust.
Margir Petsamo-faranna höfðu lokið námi í vísindum og listum og áttu eftir að reynast landi og þjóð ómetanlegir á ýmsum sviðum mannlífsins á komandi áratugum.
Bókin er prýdd tugum einstakra ljósmynda sem ekki hafa komið fyrir sjónir almennings áður. Útgefandi er Sögur útgáfa.