Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Áhöfnin á Gottu VE 108.
Líf og starf 6. desember 2018

Tilgangurinn að sækja sauðnaut og efla byggðir á Íslandi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mótorbáturinn Gotta VE 108 fór til Grænlands árið 1929 með ellefu manna áhöfn. Tilgangurinn var að fanga sauðnaut, sem ætlað var að yrðu vísir að nýrri búgrein á Íslandi.

Í bókinni Grænlandsför Gottu segir höfundurinn og útgefandinn, Halldór Svavarsson, frá ferðinni þar sem skipshöfnin lenti oft í mikilli hættu og hremmingum, þar sem lítið mátti út af bregða.

Ferðin heppnaðist að mestu leyti vel og voru nautin höfð almenningi til sýnis á Austurvelli í Reykjavík. Þrátt fyrir að lítið yrði úr áformum um sauðnautaeldi á Íslandi.

Halldór, sem er úr Vestmanna­eyjum, segist muna eftir Gottu sem fiskibát frá því að hann var strákur og hann segist hafa heyrt talað um Grænlandsferðina en vissi lítið um hvað hún snerist. „Ég er grúskari í eðli mínu og rakst löngu síðar á grein um ferðina í Ársriti Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum, Blik, sem vakti áhuga minn. Í framhaldi af því fór ég að skoða heimildir um ferðina og grafa upp meira af upplýsingum. Ég fór á öll söfn sem ég taldi að gætu geymt upplýsingar um ferðina og leitaði fanga auk þess sem ég talaði við alla niðja þeirra sem fóru í ferðina og safnaði ljósmyndum sem teknar voru í ferðinni og tengdust henni. Á meðan á upplýsingaöfluninni stóð fann ég fyrir talsverðum áhuga á ferðinni.

Tilgangur ferðarinnar var að sækja til Grænlands sauðnaut og flytja þau til Íslands og efla þannig byggð í landinu þar sem hún var að leggjast af. Eldið tókst ekki sem skyldi og að mínu mati aðallega vegna vanþekkingar.

Smám saman skýrðist myndin og þekkingin jókst og á endanum ákvað ég að taka efnið saman og gefa það út í bók.“ 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...