Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kokkanemendur Menntaskólans í Kópavogi, ásamt Hinriki Carli, kennara sínum (með appelsínugulu derhúfuna), heimsóttu garðyrkjubændur og voru alsælir þegar heim var komið eftir frábæran dag.
Kokkanemendur Menntaskólans í Kópavogi, ásamt Hinriki Carli, kennara sínum (með appelsínugulu derhúfuna), heimsóttu garðyrkjubændur og voru alsælir þegar heim var komið eftir frábæran dag.
Mynd / KLS
Líf og starf 10. nóvember 2022

Upplifðu ferskleika íslenska grænmetisins frá fyrstu hendi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Kokkanemendur Menntaskólans í Kópavogi heimsóttu íslenska garðyrkjubændur á dögunum.

Undanfarin ár hefur Sölufélag garðyrkjumanna ásamt Matar- tímanum farið í sveitaferðir með kokkanema Menntaskólans í Kópavogi (MK) í samstarfi við kennara. „Við fræðum nemendur um starfsemi Sölufélagsins og kynnum þá fyrir bændum til að þau geti upplifað ræktunina frá fyrstu hendi. Nemendur spyrja margra spurninga og eru mjög fróðleiksfúsir. Kokkanemarnir hafa mikinn áhuga á hráefninu, sem þau eru kynnt fyrir og eru þessar ferðir fléttaðar inn í námsefnið,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir hjá Sölufélagi garðyrkjumanna.

Teknar voru upp gulrætur, blóm- og spergilkál hjá garðyrkjustöðinni Jörfa á Flúðum undir handleiðslu Ragnheiðar Georgsdóttur.

Tilgangurinnvaraðtakameðsér grænmeti í skólann þar sem nemendur vinna sértæk verkefni er tengjast nýtingu og geymslu grænmetis. Ragnheiður fræddi þau einnig um ræktun Flúðasveppa.

Óli Finnsson hjá garðyrkjustöðinni Heiðmörk í Laugarás fræddi nemendur um íslenska eldpiparinn, sem þau fengu einnig að smakka við mikla hrifningu. Þá sögðu Hlynur og Ljúpa á garðyrkjustöðinni Kinn í Hveragerði frá sinni starfsemi við ræktun á blaðkáli (Pak choi). Magnús og Sigurlaug á garðyrkjustöðinni Hveratúni í Laugarási fræddu þau um ræktun rósasalats, klettasalats og grandsalats og Helena á Friðheimum í Reykholti leiddi þau um gróðurhúsin og sagði frá allri þeirra starfsemi og sýndi þeim inn í stóreldhús staðarins.

Að lokum var farið í heimsókn til Gunnars Þorgeirssonar og Sigurdísar Eddu Jóhannsdóttur í Ártanga í Grímsnesi þar sem nemendurnir fengu fróðlegar upplýsingar um þær fjölmörgu kryddtegundir sem ræktaðar eru á garðyrkjustöðinni.

Kristín Linda segir að hópurinn hafi alls staðar fengið frábærar móttökur og að garðyrkjubændur fagni alltaf þegar þeir fái tækifæri til að kynna starfsemi sína.

„Það er margt sem kemur nemendum á óvart og við finnum hversu mikilvægt það er að gefa þeim tækifæri að komast í snertingu við ræktunina og ná tengingu við bændurna og vita hvaðan íslenska grænmetið kemur,“ segir Kristín Linda og bætir við.

„Mikilvægi þess að matreiðslumenn viti hvaðan hráefnið kemur og hvernig það er ræktað er mjög mikils virði. Einnig er mikilvægt að mynda tengingu beint við bóndann til að geta leitað til hans í framtíðinni. Það er mikið og gott starf sem er unnið í MK og við reynum að vera framsækin og fylgja því sem er að gerast á markaðinum hverju sinni,“ segir Hinrik Carl Ellertsson, kennari í MK.

5 myndir:

Skylt efni: garðyrkjubændur

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...