Verðlaunahrúturinn Lokkur
Hrúturinn Lokkur frá Þverá hlaut verðlaun Félags sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu á dögunum.
Lokkur 22-330 vann sér það til frægðar að hafa hlotið hæstu heildareinkunn veturgamalla hrúta í stigakerfi því sem félagið notar, eða 39,6 stig. Lokkur var með 24 sláturlömb, fallþungi þeirra reyndist 19,3 kg með 10 fyrir gerð. Búsmeðaltal sláturlamba á Þverá var 17,2 kg. Bændurnir á Þverá veittu verðlaunum Lokks viðtöku á aðalfundi Félags sauðfjárbænda í S-Þingeyjarsýslu sem haldinn var að Ýdölum 29. febrúar sl.