Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Æðarungar voru taldir 16. árið í röð á svæðinu frá Brjánslæk að Reykhólum og einnig á norðanverðu Snæfellsnesi. Æðarkollum á talningarsvæðinu hefur fækkað undanfarin ár.
Æðarungar voru taldir 16. árið í röð á svæðinu frá Brjánslæk að Reykhólum og einnig á norðanverðu Snæfellsnesi. Æðarkollum á talningarsvæðinu hefur fækkað undanfarin ár.
Mynd / JE
Líf og starf 15. september 2022

Vísbending um minnkandi varp eða breytta hegðun

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Æðarkollum hefur fækkað ef marka má árlega talningu unga kringum Breiðafjörð.

„Þessar niðurstöður geta verið vísbending um minnkandi varp, en líka um breytta hegðun æðarkollnanna þ.e. að þær leiti frekar utan svæðisins til fæðuöflunar með ungana, og svo getur þetta verið blanda af þessu hvort tveggja,“ segir Jón Einar Jónsson, vísindamaður hjá Háskólasetri Háskóla Íslands á Snæfellsnesi, en æðarungar voru taldir 16. árið í röð á svæðinu frá Brjánslæk að Reykhólum og einnig á norðanverðu Snæfellsnesi.

Niðurstaða talningar var sú að hlutfall unga á kollu er svipað og verið hefur undanfarin ár, þ.e. 1,37 í júní og 0,67 í júlí. „Varpið var frekar seint hjá æðarkollunum í ár og því voru margir dúnungar í seinni talningu sem fram fer í lok júlí, alls 42% unganna. Þeir eru yfirleitt orðnir stórir á þeim tíma og því nær alltaf sárafáir í júlítalningunni.“

Voru á bilinu 500 upp í 900

Æðarkollum á talningarsvæðinu hefur fækkað undanfarin ár. Á árabilinu frá 2007 til 2019 voru að jafnaði 500 til 900 æðarkollur á þessu svæði, en undanfarin ár hafa þær verið á bilinu 250 og upp í um 460 með þeirri undantekningu að í júní í fyrra voru þær 661 í allt.

Fjöldi unga er í samræmi við þetta. Í júlí sáust 308 ungar, sem er það mesta síðan 2016, en á móti kemur að tæpur helmingur þeirra voru dúnungar.

Jón Einar segir að talning fari fram tvisvar á ári, sú fyrri er í síðustu viku júnímánaðar, þegar kollur eru nýbúnar að leita út og ungarnir enn litlir, þeir allra fyrstu orðnir tveggja til þriggja vikna. Aftur er talið í lok júlí þegar vænta má þess að ungar séu orðnir í það minnsta hálfvaxnir eða meira.

„Talningin í júní er fyrst og fremst hugsuð til að meta hvernig varpið gekk og sú í júlí hvernig ungauppeldið hefur gengið. Það má kannski segja að þetta sé meira í ætt við sýnatöku heldur en heildartalningu,“ segir Jón Einar. Talið er meðfram ströndinni frá Brjánslæk austur að Reykhólum, þ.e. í Vatnsfirði, Kjálkafirði, Kerlingarfirði, Vattarfirði og Kollafirði. Þá er ekið að Reykhólum og talið á tjörnum þar og við veginn út að Þörungaverksmiðju. Einnig er stoppað við Gilsfjarðarbrúna.

Á norðanverðu Snæfellsnesi er talið í kringum Stykkishólm, og einnig í Hraunsfirði, Kolgrafafirði og Grundarfirði.

Æðarfugl á válista

Verkefnið við talninguna segir Jón Einar ekki hugsað sem tilraun til að meta stofnbreytingar hjá fullorðnum fuglum, en fram hafi komið að kollum hafi fækkað eftir árið 2014, þó svo að ungaframleiðsla hafi haldist nokkuð stöðug.

„Það er erfitt að segja til um af hverju það er einungis út frá talningargögnum,“ segir hann um hugsanlega ástæðu þess að kollum hafi fækkað. Nefnir hann að hafa verði í huga að breytilegt sé eftir svæðum hvernig varpið heppnast á hverjum tíma og láti menn misvel af því hvernig þeirra vörp hafi þróast eða séu að þróast.

Niðurstöður geti þó verið vísbending um minnkandi varp eða breytta hegðun æðakollna og eða blanda af hvort tveggja. „Ég ræddi þetta við æðarbændur á Brjánslæk fyrir 2 árum, enda munar mestu á fjöldanum þar í grennd en þá var það æðarvarp í góðum málum og engar vísbendingar um fækkun þar. Stóra myndin er síðan sú að æðarfugl er víða kominn á válista og m.a. hér á landi,“ segir Jón Einar.

Skylt efni: æðarvarp

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...