Hvíta kjötið er gott á grillið
Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Það eru til margar aðferðir til að elda svína- og kjúklingakjöt. Hér eru ljúffengar grilluppskriftir með uppáhaldsbitum sannra matgæðinga. Svínasíða og kjúklingalæri eru bragðmiklir og safaríkir bitar. Stökk og góð fitan gerir þá fullkomna á grillið! Eftir vel heppnað grill er upplagt að fá sér berjaböku með ís.
Grillaður grís með púðursykursblöndu og bjór
- 2 stk. papríkur
- 1 stk. brokkólí
- 1 stk. laukur
- 2 stk. svínasíða í bitum
- 200 g púðursykur
- 1 ferna eplasafi (250 ml)
- 2 flöskur af uppáhalds bjórnum þínum (1 flaska til að drekka, hin í matinn)
- Salt, pipar og hvítlaukur til að nudda kjötið
- Ólífuolía
Aðferð
Skerið grænmetið gróft. Nuddið kjötið með salti og pipar (eða kryddi að eigin vali). Snúið og skerið í fitulagið, nuddið í rifurnar. Penslið með ólífuolíu á báðar hliðar. Setjið púðursykur í skál ásamt eplasafa. Setjið svínasíðuna (puruhliðin upp) beint ofan á grænmetið, vefjið inn í álpappír eða í ofnfast fat með loki ásamt púðursykursblöndunni og smá bjór.
Setjið fatið eða pakkann með álpappír á grillið við vægan hita og eldið í um 3–3 1/2 klst.
Takið af grillinu og látið kólna í 20–30 mínútur.
Brúnið yfir opnum eldi í nokkrar mínútur til að fá fallega karmelluhúð á kjötið.
Grilluð Miðjarðarhafs kjúklingalæri
- 1 tsk. hakkað ferskt timjan eða blóðberg
- 1 tsk. hakkað ferskt rósmarín
- 1/4 búnt söxuð steinselja
- eða skógarkerfill
- 1 tsk. salt
- 1/2 tsk. ferskmalaður svartur pipar
- Ólífuolía eins og þarf
- 8 lárviðarlauf
- 8 kjúklingalæri
- 2 sítrónur, skornar í báta
Aðferð
Blandið saman í skál hökkuðum jurtum, salti og pipar. Bætið ólífuolíu (ca 2 msk.) og nuddið vandlega á kjúklingalærin. Setjið lárviðarlauf ofan á hvert læri. Setjið á eldheitt grill (þegar öll kol eru hvít og þakin grárri ösku, forhitið gasgrill í a.m.k. 5 mínútur.)
Setjið kjúklinginn (skinnhliðina upp) á grillið og eldið þar til kjötið hefur brúnast, um 5 mínútur. Snúið kjúklingnum og eldið í 20 mínútur á vægum hita á skinnhliðinni.
Færið kjúklinginn að kalda hlutanum á grillinu og eldið þar til húðin er stökk og kjötið er eldað í gegn (70 °C). Berið kjúklinginn fram strax með sítrónubátum og salati.
Berjakaka að breskum sið
Berja-„crumble“ er breska útgáfan af bandarískum bökum. Það er klassísk samsetning af sætum rabarbara og sætum berjum, toppað með stökkum hafra- og heslihnetumulningi. Ekki skemmir kúla af ís til að fullkoma réttinn.
- 3/4 bolli hveiti um 150 g
- 2/3 bolli plús 1/2 bolli sykur (140 g og 90 g)
- Ögn af salti
- 6 matskeiðar (100 g) kalt smjör, skorið í teninga
- 1/2 bolli (100 g) gamaldags haframjöl
- 1/2 bolli (100 g) heslihnetur, ristaðar, og hakkaðar
- 1/2 vanillubaun eða vanilludropar
- 1 askja ber (kirsuber eða jarðarber)
- 12 stilkar rabarbari (helst rauður) skerið þvert og svo í bita
Vanilluís
Sameinið hveiti og fyrri hlutann af sykrinum, 2/3 bolli sykur og salt í miðlungsskál, hrærið saman. Bætið í smjöri. Nuddið saman með fingurgómunum þar til blandan festist saman. Blandið í höfrum og hnetum. Gott að gera daginn áður.
Hitið ofninn í 175 °C. Smyrjið bakstursfat. Setjið 1/2 bolla sykur í stóra skál ásamt vanillu. Blandið vel saman. Bætið berjum og rabarbara ásamt sykri í skál, myljið deigi yfir.
Bakið mulninginn þar til deigið er stökkt, í um 45 mínútur. Látið kólna í 15 mínútur. Setjið heitan mulninginn í skálar. Berið fram með ís.