Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Lambahryggur og kjötbollur með sumargrænmeti
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 16. ágúst 2019

Lambahryggur og kjötbollur með sumargrænmeti

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson
Ég er alltaf til í að elda með fersku hráefni. Nú er hægt að fara á bændamarkaði nokkrum klukku­stundum fyrir kvöld­matinn og finna grænmeti sem er nýbúið að uppskera. 
 
Hægt er að undirbúa kvöldverð og bjóða öllum sem eru til í grillmat að koma og taka þátt í undirbúningnum; grænmetisskurði og eldamennsku.
 
Lambahryggur
 
Lamahryggur virðist eftir allt saman ekki vera af skornum skammti í verslunum og nú styttist líka í sláturtíð. 
 
Því er aldrei slæm hugmynd  að elda hrygg, hvort sem það er hálfur hryggur með lund sem hentar vel á grillið eða stóran hrygg fyrir fjölskylduna. Þá ætti að hafa hann í álpappír hluta eldunartímans svo fitan brenni ekki – og brúna svo kjötið fallega fyrir framreiðslu.
  • Einn lambahryggur
  • 10 g olía
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 rósmaríngrein
  • Salt og pipar
  • 40 ml olía

Hryggurinn
 
Saltið og piprið. Hann er svo  steiktur í ofni, á pönnu eða grillaður og brúnaður á öllum hliðum. 
 
Setjið hrygginn í ofnskúffu með olíu, rósmarín og mörðum hvítlauk. Setjið inn í ofn við 160 gráður og eldið eftir smekk. Notið kjarnhitamæli. Flestir vilja hrygginn stökkan með kjarnhita nálægt 65 gráðum – svona að „ömmu stíl“.
 
Grænmetismeðlæti
  • 1 rauðlaukur
  • 1 kúrbítur
  • ½ stilkur sellerí
  • 1 paprika
  • 3 tómatar (vel þroskaðir)
  • 1 msk. tómatmauk
 
Allt skorið í jafnstóra teninga. Steikt á pönnu hvert í sínu lagi í tvær mínútur. Öllu blandað saman og kryddað til.
 
Sýrð rjóma-dressing
  • 1 búnt kóríander, saxað
  • 250 ml sýrður rjómi
  • 30 ml vatn
  • 1 lime (börkur og safi)
  • 1 msk. hunang
  • 1/5 búnt saxað kóríander
Öllu blandað saman og smakkað til með salti, pipar og hunangi.
 
Borið fram með fersku salati.
 
Ferskt sumarsalat
  • 2 pokar salat (til dæmis klettasalat)
  • 1 agúrka
  • 3 stilkar sellerí
  • 2 msk. balsamedik
  • 3 msk. ólífuolía
  • salt og ferskur malaður svartur pipar
Setjið salatið í skál eða á disk. Blandið saman ólífuolíu og balsamic-ediki.
Kryddið með salti og pipar.
 
Skerið kjötið í sneiðar. Leggið þær ofan á salatið og setjið agúrkur og sellerí með balsamic-dressingu þar yfir.
 
Gott er að nota grænmetisflysjara til að skera grænmetið í strimla.
 
Það er hægt að bæta við stökku beikoni eða brauðteningum til að fá stökka áferð í salatið.
 
 
Kjötbollur með sumargrænmeti og nýjum kartöflum
  • 500 g nautahakk
  • 4 laukar
  • 1 egg
  • 250 ml rjómi
  • 100 ml rauðvín
  • 30 g hveiti
  • 50 ml mjólk
  • 400 ml kjúklingasoð (eða vatn 
  • og kjúklingakraftur)
  • olía
  • salt og pipar
Bollurnar eru gerðar þannig að tveir laukar eru saxaðir fínt og settir saman við hakk, egg, mjólk, hveiti, salt og pipar. Gott er að setja ostbita inn í hverja bollu. 
 
Steikt á pönnu og skotið inn í ofn í tvær mínútur við 160 gráður.
 
Við sósugerðina eru hinir tveir laukarnir afhýddir og skornir fínt niður, olía hituð í potti og laukur svitaður.
 
Þá er rauðvín sett saman við og soðið niður þangað til það verður karamellukennt. Soðinu er bætt saman við og soðið niður um helming.
 
Loks er rjóma bætt saman við og soðið niður um helming, smakkað til með salti og nýmöluðum pipar.
 
Það er gott að nota líka smá hvítlauk með lauknum, bæði í bollur og sósu.
 
Sjóðið nýjar kartöflur og framreiðið með sumargrænmetinu.
 
Sumarlegt heitt salat með grænmeti og villtum kerfli
 
  • Sumargrænmeti að vali hvers og eins (til dæmis brokkólí, rófur og hnúðkál).
  • Smátt saxað grænmeti að vali hvers og eins (gulrætur, vorlaukur, aspas)
  • íslensk repjuolía
  • salt
  • sítrónusafi
Íslenskt grænmeti  er hollt og gott og ekki skemmir að það er oftast ræktað án allra aukaefna.
 
Aðferð
 
Sjóðið stærra grænmetið örstutt, ætti að vera með smá biti í. 
 
Hellið öllu auka vatni af og setjið smátt saxað grænmetið saman við. Fáið góðan hita í grænmetið og kryddið með salti og sítrónusafa. 
 
Hitið heila grænmetið í öðrum potti, kryddið með salti og gljáið með repjuolíunni. Raðið öllu á disk og skreytið með villtum íslenskum garðakerfli.
 
Grunnsósur fyrir sósuþjóð
Matarkrókurinn 30. október 2024

Grunnsósur fyrir sósuþjóð

Mér er nokk sama hvort tölfræðin er opinberlega skráð, allir kokkar landsins vit...

Vandamál eplabónda í Kópavogi
Matarkrókurinn 16. október 2024

Vandamál eplabónda í Kópavogi

Ég segi ekki að Bændasamtökin séu á bakinu á mér með að skrá mig í félagið en tæ...

Kjötsúpa
Matarkrókurinn 2. október 2024

Kjötsúpa

Íslenska kjötsúpan er í grunninn alltaf eins en samt ekki. Allir og allar fjölsk...

Subbu-Jobbi
Matarkrókurinn 18. september 2024

Subbu-Jobbi

Nú þegar skólarnir eru að byrja veitir ekki af því að æfa sig í frægustu samloku...

Piparosta-grísapasta
Matarkrókurinn 21. ágúst 2024

Piparosta-grísapasta

Eftir gular viðvaranir og alla þessa rigningu hættir sér ekki nokkur út að grill...

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja
Matarkrókurinn 29. júlí 2024

Grillréttir, íslenskt nautakjöt og bleikja

Hásumar á Íslandinu fagra, á góðum degi, sólin skín jafnvel, kannski er ekki háv...

Stórkarlasteik
Matarkrókurinn 5. júlí 2024

Stórkarlasteik

Nú fara jafnvel eldavélafælnustu karlpungar landsins að taka sér stöðu við grill...

Reykt svín og remúlaði
Matarkrókurinn 6. júní 2024

Reykt svín og remúlaði

Munurinn á heitreyktum og kaldreyktum mat er heilmikill.