Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Leikarar, leikstjóri og hluti af starfsfólki sýningarinnar
Leikarar, leikstjóri og hluti af starfsfólki sýningarinnar
Mynd / Gunnhildur Gísladóttir
Menning 1. maí 2023

Allir á svið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikritið Á svið eftir Rick Abbot, í þýðingu Guðjóns Ólafssonar og leikstjórn Ingridar Jónsdóttur, fjallar um leikhóp sem stendur að æfingum og sýningum á leikverki.

Fá sýningargestir að upplifa æfingarferli leikrits í fyrsta og annars hluta þess og þar er nú ýmislegt sem kemur upp á. Í þriðja hluta er svo komið að frumsýningu og þá ætti nú allt að vera löngu tilbúið – en auðvitað getur allt gerst á frumsýningum. Er sýningin kómísk á köflum – enda ekki þrautalaust að setja á svið heilt leikrit.

Í hlutverkum eru ellefu meðlimir leikfélags Sauðárkróks og verður frumsýnt þann 30. apríl kl. 20. Áætlaðar eru tíu sýningar í kjölfarið og sýnt í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki – lokasýning er sunnudaginn 14. maí klukkan 20. Miðapantanir og frekari upplýsingar eru í síma 8499434.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Réttalistinn 2024
Líf og starf 29. ágúst 2024

Réttalistinn 2024

Fjár- og stóðréttir eru fram undan og venju samkvæmt birtir Bændablaðið lista yf...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 29. ágúst 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins að líta dagsins ljós og með það til hliðsjónar ...

Álka
Líf og starf 28. ágúst 2024

Álka

Álka er miðlungsstór svartfugl sem líkt og aðrir svartfuglar lifir alfarið á sjó...

Menntskælingar læra bridds
Líf og starf 28. ágúst 2024

Menntskælingar læra bridds

Mikil uppsveifla varð í skólabridds í fyrravetur þegar iðkendum íþróttarinnar fj...

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps
Líf og starf 27. ágúst 2024

Ævintýralegar hestaferðir fjallagarps

Fjöllin, dalirnir, vötnin, fossarnir, sandarnir, jöklarnir og gljúfrin eru Ólafi...

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum
Líf og starf 27. ágúst 2024

Rauða skrímslið í Borgarfirðinum

Þessa dagana eru briddsarar á ferð og flugi landshorna á milli í Bikarkeppni Bri...

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð
Líf og starf 26. ágúst 2024

Líforkuver á Dysnesi við Eyjafjörð

Það er ástæða til að fagna því að skriður sé kominn á innviðauppbyggingu förguna...

Liggur þú í glimmerpækli?
Líf og starf 26. ágúst 2024

Liggur þú í glimmerpækli?

Eftir drunga sumarsins dreymir sjálfsagt marga um örlítið glitur vonar. Það má a...