Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Signý Guðmundsdóttir afhendir snjóbílinn Gusa fyrir hönd föður síns og Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns, veitir farartækinu viðtöku.
Signý Guðmundsdóttir afhendir snjóbílinn Gusa fyrir hönd föður síns og Andri Guðmundsson, forstöðumaður Skógasafns, veitir farartækinu viðtöku.
Mynd / Aðsend
Menning 25. júní 2024

Gusi á Skógasafn

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fjölskylda Guðmundar Jónassonar hefur afhent snjóbílinn Gusa til varðveislu á Skógasafni.

Bíllinn var smíðaður í Bombardier-verksmiðjunum í Kanada og keypti Guðmundur hann árið 1952. Gusi var útbúinn með einangruðu farþegarými, öflugri miðstöð og góðu plássi fyrir tólf farþega. Til þess að fylgjast með staðsetningu ökutækisins í jöklaferðum bætti Guðmundur við búnaði eins og áttavita, hæðarmæli og vegmæli sem dreginn var aftan við bílinn. Jafnframt var sett talstöð í farartækið, en á þeim tíma var notkun þeirra afmörkuð við siglingar.

Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá GJ Travel. Bifreiðin er í mjög góðu standi og getur enn náð 60 kílómetra hraða eins og þegar hún var ný. Að jafnaði var ekið á 25–30 kílómetra hraða í jöklaferðum og var farartækið vinsælt í krefjandi hálendis- og jöklaverkefni. Gusi var til að mynda mikið notaður í leiðöngrum Jöklarannsóknarfélags Íslands.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu
Líf og starf 27. desember 2024

Ungfrúr Snæfells- og Hnappadalssýslu

Á seinni hluta nítjándu aldar hófu kvenfélög að stinga upp kolllinum hérlendis, ...

Jólin komu snemma fyrir norðan
Líf og starf 27. desember 2024

Jólin komu snemma fyrir norðan

Það mátti greina spennu og tilhlökkun í augum Þingeyings sem óðamála sagði umsjó...

Sinn er siður í landi hverju
Líf og starf 27. desember 2024

Sinn er siður í landi hverju

Líkt og Íslendingar eiga Grænlendingar og Færeyingar sér sterkar jólahefðir sem ...

Ár umbreytinga og innsæis
Líf og starf 27. desember 2024

Ár umbreytinga og innsæis

Eins og siður er kastaði völva Bændablaðsins beinum sínum og opnaði fyrir flæði ...

Hvað er í jólamatinn og af hverju?
Líf og starf 23. desember 2024

Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Spurning dagsins: Hvað er í jólamatinn og af hverju?

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...