Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Jón Kr. Ólafsson hvetur fólk eindregið til þess að sækja tónlistarsafnið heim á komandi vori og sumri enda ekki víst hve lengi það stendur til viðbótar.
Jón Kr. Ólafsson hvetur fólk eindregið til þess að sækja tónlistarsafnið heim á komandi vori og sumri enda ekki víst hve lengi það stendur til viðbótar.
Mynd / Einkaeign
Menning 5. apríl 2024

Melódíur minninganna

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Safnið er staðsett á Reynimel, heimili Jóns á Bíldudal, og þar má finna margar gersemar tónlistarsögunnar. Árið 1962 gekk hann til liðs við hljómsveitina Facon og söng m.a. hið vinsæla lag „Ég er frjáls“ sem allir kannast við.

Fagurkerinn Jón hefur næmt auga fyrir tónlistinni svo og listum, auk þess að vera mikill ferðalangur. Hér er hann í óperuhúsinu Scala á Ítalíu.

Í framhaldinu stóð Jón á sviði Hótels Borgar og á Hótel Sögu ásamt tónlistarfólki á borð við Ragnar Bjarnason og Ellý Vilhjálms, Hauk Morthens svo lfáir séu nefndir, en söngferill Jóns spannar yfir 60 ár.

Tónlistarsafnið Melódíur minninganna kveikir með gestum sínum elda og töfra tónlistarinnar. Þarna blasir við hugsjónastarf Jóns, sem setur taktinn fyrir því hvernig einstaklingur getur upp á sitt einsdæmi gætt mikilvægra menningarverðmæta án opinbers fjárstuðnings, þó ekki vaði hann í seðlum sjálfur. Fá gestir að líta augum ýmsa tónlistartengda muni gullára síðustu aldar auk aragrúa hljómplatna, öllu vel uppstilltu og aðgengilegu sem unun er á að líta.

Mætti segja að tilvera tónlistarsafnsins á Bíldudal sé áminning þess efnis, áskorun til þeirra sem ættu að telja það mikilvægt að varðveita sögu okkar Íslendinga – að líta til þeirra sem með ástríðu gæta menningarinnar og leggja þeim lið. 

Hægt er að sækja tónlistarsafnið heim alla daga að Tjarnarbraut, Reynimel, á Bíldudal, hvenær sem hentar. Til viðbótar má ná í Jón í símum 456 2186 /847 2542. Jón hvetur fólk eindregið til þess að mæta á komandi vori og sumri enda ekki víst hve safnið stendur lengi til viðbótar.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...