Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis
Menning 2. apríl 2024

Mold ert þú hlaut viðurkenningu Hagþenkis

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ólafur G. Arnalds, prófessor emeritus við Landbúnaðarháskóla Íslands, hlaut á dögunum Viðurkenningu Hagþenkis fyrir bók sína Mold ert þú – jarðvegur og íslensk náttúra.

Hagþenkir, félag höfunda fræðirita og kennslugagna, hefur frá árinu 1986 veitt viðurkenningu fyrir fræðirit, námsgögn eða aðra miðlun fræðilegs efnis til almennings. Viðurkenning Hagþenkis felst í sérstöku viðurkenningarskjali og verðlaunafé sem nemur 1,5 m.kr. Segir í umsögn dómnefndar að ritið sé stórvirki á sviði náttúru- og umhverfisfræði, með áherslu á sérstöðu íslensks jarðvegs. Fjallað sé ítarlega um mikilvægi moldarinnar í vistkerfum þurrlendis, með ríkulegum gögnum og myndefni.

Ólafur sagði við móttöku viðurkenningarinnar að stórkostlegt væri að hljóta hana við lok formlegrar starfsævi, það yljaði um hjartarætur. Jafnframt að „ákaflega mikilvægt er að vísindamenn setji fram staðreyndir á skiljanlegu máli – forsendurnar – og taki þátt í að móta samfélagið. Þekking náttúrufræðinga verður æ mikilvægari eftir því sem gengur á náttúruauðlindir jarðar. Tæpitunga getur verið skaðleg – og ekki síst þegar kemur að kerfishruni manna og vistkerfa á jörðinni nú á tímum,“ sagði hann.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...