Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Nýtt Skógræktarrit
Menning 4. júlí 2023

Nýtt Skógræktarrit

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Skógræktarfélag Íslands gaf út á dögunum fyrsta tölublað Skógræktarritsins 2023.

Í þessu riti, sem er eina fagrit landsins á sviði skógræktar, kennir
ýmissa grasa. Þar má fyrst nefna yfirlit yfir sögu nýtingar Þórsmerkursvæðisins, sem var að mestu friðað fyrir beit árið 1924, en alveg friðað eftir 1990. Miklar breytingar hafa verið í útbreiðslu birkis á þessum tíma. Í greininni sjást meðal annars myndir sem sýna sama svæðið um miðja öldina og aftur á liðnum áratug. Í annarri grein eru rannsóknir og þekking á eiginleikum birkis hérlendis til umfjöllunar.

Í ritinu er umfjöllun um veglega bók sem stendur til að gefa út á þessu ári. Hún fjallar um samskipti og samvinnu Íslendinga og Norðmanna á sviði skógræktar. Sagan er rakin aftur til landnáms, en eftir seinna- stríð komst mikill skriður á samvinnu þessara þjóða. Fólst það meðal annars í skiptiferðum, þar sem skógræktarfólk frá Íslandi fékk að kynnast skógræktarstarfi í Noregi, og norskt skógræktarfólk kom hingað til að miðla reynslu sinni. Höfundur bókarinnar er Óskar Guðmundsson, sem nýtur stuðnings ritnefndar skipuð sérfræðingum í sögu skógræktar
hérlendis og í Noregi.

Þar á eftir kemur grein sem fer yfir þann árangur sem hefur náðst í ræktun Hekluskóga. Þar hafa sex milljón plöntur verið gróðursettar frá árinu 2007. Markmiðið er að planta trjám á 4.000 hekturum á svæði vestan og norðan við Heklu.Evrópuaskur er viðfangsefni einnar greinar. Þar er meðal annars skoðað hvernig tréð birtist í goðafræði, hvernig hann nýtist sem smíðaviður, sem og hver saga hans er hérlendis. Þá eru fjölmargar myndir sem sýna stærstu tré landsins af þessari tegund. Gerð hefur verið könnun á gæðum og nýtingarmöguleikum íslensks viðar. Farið er yfir niðurstöður þeirrar rannsóknar, en þar eru meðal annars skoðuð atriði eins og rúmþyngd, beygjustyrkur og beygjustífni. Kápuna prýðir málverkið „Innri friður“, eftir Ernu Kristjánsdóttur.

Skylt efni: skógræktarritið

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...