Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sokkastígvél VIVAIA eru gerð úr endurunnum plastflöskum.
Sokkastígvél VIVAIA eru gerð úr endurunnum plastflöskum.
Menning 23. september 2024

Stígum inn í haustið

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Haustið er komið með öllum sínum þokka og í stað þess að bölva því að hafa ekki notið neins sumars þetta árið er lítið annað hægt í stöðunni en að njóta núverandi árstíma.

Með það hugarfar er réttast að kynna sér dulúðlega hausttískuna og hefja leikinn með því að stíga niður fæti í uppháum stígvélum, setja upp sólgleraugu og bera höfuðið hátt.

Margt er um að velja og eru tískuhönnuðir æ meðvitaðri um að gagnsæ framleiðsla, gæði og ending haldast í hendur þegar kemur að ákvörðunum neytenda, en í dag eru þeir sífellt fleiri sem kjósa fremur vörur sem fara á einn eða annan hátt vel með umhverfið. Hér eru dæmi um áhugaverðan skófatnað og gleraugu.

Krókódílamynstur og dökkt leður á vel við haustið í okkur öllum. Þessi eru frá fyrirtækinu Alohas.
Krókódílamynstur eða ull upp á læri

Fyrst má nefna afar fögur upphá stígvél, dökkbrúnt eintak með krókódílamynstri sem ætti aldeilis að geta lífgað upp á sálartetrið í haustrokinu. Þau má fá hjá fyrirtækinu Alohas sem sérhæfir sig í nýtingu á endurunnu leðri svo og bæði epla-, kaktus- og kornleðri.

Vörurnar, sem eru unnar á Spáni og í Portúgal, hafa vakið eftirtekt, ekki síst fyrir þá sjálfbærnistefnu fyrirtækisins að vinna hverja pöntun þegar hún berst, en framleiða ekki í massavís eins og tíðkast víða. Fyrirtækið fylgir ströngum kröfum samfélagslegrar ábyrgðar, setja velferð starfsmanna sinna efst á lista og segjast leggja áherslu á að taka lítil en stöðug skref að frekari framförum.

Fyrirtækið VIVAIA, sem er með höfuðstöðvar í London, kemur skemmtilega á óvart með hönnun sinni.

Þau framleiða meðal annars vatnsheld „ullarstígvél“ ef svo má kalla – sem ná yfir hné og segja hönnuðirnir stígvélin bæði sjálfbær og þægileg auk þess sem eigandinn þarf ekki að hafa áhyggjur af táfýlu.

Stígvélin eru í raun prjónles með sóla, en hönnuðirnir nýttu endurunnar plastflöskur sem áður höfðu verið sjávarúrgangur og unnu úr þeim teygjanlegan þráð sem minnir á ull.

Samkvæmt umsögnum kaupenda eru stígvélin afar þægileg, svipuð notalegum ullarsokkum sem ná alveg upp á læri og geta teygt sig yfir flestar lærastærðir.

VIVAIA framleiðir einnig innlegg í skóna úr jurtinni Artemisia Argyi, sem gefa góða höggdempun og síðast en ekki síst er hægt að handþvo stígvélin, enda vatnsheld.

Gaman er að nefna að sumum skópörum VIVAIA má hreinlega henda í þvottavélina og geri nú aðrir betur.

Lágbotna rúskinnsstígvél frá Will's Vegan Store má versla í ýmsum litum.
Fyrir karlpeninginn

Rúskinnsstígvél fyrir karlmenn má svo til dæmis finna hjá Will‘s Vegan store (bæði í London og á netinu) sem sérhæfir sig í gæðavarningi frá Ítalíu og Portúgal.

Á vefsíðu þeirra kemur fram að það leður og rúskinn sem notað sé í vörur þeirra sé unnið að mestu úr maísplöntum sem ekki eru ætlaðar til manneldis og beinir því ekki neysluhæfum afurðum frá birgðakeðjum manna eða dýra.

Will‘s Vegan store býður einnig upp á vörur ætlaðar konum, börnum og svo til heimilisins, en öll hönnun fyrirtækisins og framleiðsla er sjálfbær og dregur úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Sólgleraugu sem gera allt betra

Sólgleraugu fyrir haustið má til að mynda finna á vefsíðu fyrirtækis sem ber það áhugaverða nafn Humps Optics. Þar er lögð áhersla á að kaupandinn geti keypt sér sólgleraugu á hagstæðu verði með sama gæðastimpli og þau gleraugu sem eru þrefalt dýrari.

Boðið er upp á lífstímaábyrgð á áðurnefndum gleraugum auk þess sem ef verslað er yfir 99$, eða rúmar tólf þúsund krónur, er heimsending ókeypis. Rétt er að geta þess að eitt par af sólgleraugum kostar frá 5.000 krónum og mikið úrval er í boði af skemmtilegum týpum.

Einnig er boðið upp á afsláttarpakka, þannig nú er um að gera að styrkja gott málefni.

Fyrir utan það að bjóða vörur á ákjósanlegu verði fer nefnilega hluti ársgróða Humps Optics til fyrirtækis sem kallast RestoringVision, en þeir eru þekktir fyrir að útdeila ókeypis lesgleraugum sem víðast um þróunarlöndin.

Forsvarsmenn Humps Optics hafa einnig farið sjálfir í slíkar ferðir, og eins og staðan er núna, afhent tæplega 200 þúsund lesgleraugna til þeirra sem á þurfa að halda.

Besta gjöfin
Líf og starf 20. desember 2024

Besta gjöfin

Í jólabókaflóðinu sem nú stendur sem hæst kennir ýmissa grasa. Þar innan um stin...

Jólaföt á grænum nótum
Líf og starf 20. desember 2024

Jólaföt á grænum nótum

Vistvænt jóladress er eitthvað sem ætti að vera efst á listanum um þessar mundir...

Særður fram úr myrkviðum aldanna
Líf og starf 20. desember 2024

Særður fram úr myrkviðum aldanna

Íslenski jólakötturinn var næstum horfinn úr menningunni fyrir um hálfri öld þeg...

Á döfinni í desember
Líf og starf 20. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Fórn vetrarsólstaða
Líf og starf 20. desember 2024

Fórn vetrarsólstaða

Víða um heim koma geitur fyrir í trúarbrögðum og eru heiðnar norrænar jólahefðir...

Uppselt þar til í janúar
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust un...

Mannamót
Líf og starf 17. desember 2024

Mannamót

Bjarki Elvar Stefánsson sigraði á Íslandsmeistaramóti í Hornafjarðarmanna sem fó...

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga
Líf og starf 17. desember 2024

RÚV sýnir bridds aukinn áhuga

Sveit InfoCapital er deildarmeistari 2024 í Deildakeppninni sem var spiluð í Haf...