Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Úr kvikmyndaverki Ólafs Sveins Gíslasonar, „Undirliggjandi minni“.
Mynd / aðsend
Menning 21. október 2024

Undirliggjandi minni

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Kvikmyndaverk byggt á æskuminningum þriggja einstaklinga sem ólust upp í Flóahreppi er sýnd þessa dagana í félagsheimilinu Félagslundi. Verkið „Undirliggjandi minni“ er eftir Ólaf Svein Gíslason.

Einstaklingarnir þrír sem eru í aðalhlutverki eru þau Guðjón Helgi Ólafsson frá Ásgarði, Anný Ingimarsdóttir frá Vorsabæjarhjáleigu og Kristjana Ársól Stefánsdóttir. Þau leika einnig í kvikmyndinni ásamt börnum sem tengjast þeim. Myndin er byggð á æskuminningum þeirra þriggja en bernskuminningar liggja oft á mörkum þess ómeðvitaða en ekki er alltaf ljóst hvað er frásögn annarra og hvað er eigin upplifun, að því er fram kemur í fréttatilkynningu.

„Minningar þátttakendanna tengjast á áhugaverðan hátt í fjósum tímans um og eftir 1970, þar sem miklar breytingar áttu sér stað í búskaparháttum. Upplifanir af bústörfum og heimilisfólki, kúm, fjósaköttum og músum vega þungt í huga barnanna Þannig er fjósið ákveðin þungamiðja verksins og var að hluta kvikmyndað í fjósinu í Gaulverjabæ. Kvikmyndin er jafnframt tekin upp utandyra, á stöðum sem tengjast eigin minningum þátttakenda, á heimabæjum og oftast við aðstæður þar sem hús, munir og fólk er horfið af vettvangi þess viðfangsefnis sem fjallað er um,“ segir í tilkynningunni.

Verkið verður sýnt daglega í Félagslundi til 20. október kl. 15–19 og eftir samkomulagi.

Kjói
Líf og starf 23. október 2024

Kjói

Kjói er lítill ránfugl af skúmsætt. Eini ættingi hans hér er sjálfur skúmurinn s...

Sjarmi dýrahama
Líf og starf 22. október 2024

Sjarmi dýrahama

Nú með haustinu eru hlébarðamunstraðar flíkur enn og aftur í tísku, enda klassík...

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
Líf og starf 22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara

Tvö Íslandsmót í bridds fóru fram um síðustu helgi. Annars vegar var keppt í sve...

Öruggur sigur án vandræða
Líf og starf 18. október 2024

Öruggur sigur án vandræða

Tómas Veigar Sigurðarson, nemi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, tók þátt í ...

Hressir karlar í Hveragerði
Líf og starf 17. október 2024

Hressir karlar í Hveragerði

Það er mikið um að vera hjá Karlakór Hveragerðis um þessar mundir því kórinn mun...

Harðindi til lands og sjávar
Líf og starf 16. október 2024

Harðindi til lands og sjávar

Í nýrri bók: Ástand Íslands um 1700, lífshættir í bændasamfélagi, er fjallað um ...

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur
Líf og starf 15. október 2024

Matreiðslunemar heimsóttu garðyrkjubændur

Sölufélag garðyrkjumanna bauð matreiðslu nemendum í Menntaskólanum í Kópavogi í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. október 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka aðeins í hnakkadrambið á sjálfum sér og setja í framkvæ...