Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
„Hressileg binding og gríðarleg ábyrgð“
Menning 5. júlí 2023

„Hressileg binding og gríðarleg ábyrgð“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Læknirinn Henrik Geir Garcia sendi nýverið frá sér skáldsöguna Læknir verður til. Hann skyggnist þar á bak við tjöldin innan heilbrigðiskerfis á þolmörkum.

Henrik Geir Garcia.

Aðspurður um hvað hafi orðið til þess að hann tók til við bókarskrifin segir hann flókið og margþætt vinnuumhverfi hafa blasað við sér er hann hóf störf sem ungur læknir. Þar hafi fólk legið allan sólarhringinn á göngum bráðamóttöku eða beðið vikum saman eftir tíma á heilsugæslu. Ýmsar spurningar hafi þá vaknað.

Starf læknis í tragíkómískri þroskasögu

„Hvar er mannúðin á tímum tölvutækni og ofhlaðinna móttaka?“ spyr Henrik. „Hve lengi skal staldrað við hjá þessum sjúklingi á meðan aðrir bíða eða komast jafnvel ekki að? Hvar liggja mörk læknis og sjúklings, vinnu og einkalífs, auðmýktar og ákveðni, ofgreiningar og vangreiningar?“ Runnið hafi upp fyrir sér að víða mætti vinna umtalsvert með samfellu, skilvirkni og skipulag. „Ég spurði mig hvort ég gæti unnið heila starfsævi án þess að segja neitt um það sem fyrir augu bar – eða að öðrum kosti stíga fram og varpa ljósi á hvernig aðstæður geta verið á bak við tjöldin,“ segir Henrik og heldur áfram: „Hvernig gæti ég miðlað slíku betur en með tragíkómískri þroskasögu með ádeilutónum, innblásinni af raunverulegum aðstæðum og frásögnum, um ólíka lækna sem rekast misharkalega á hindranir á vegi þeirra?“

Henrik hefur starfað á þremur sjúkrahúsum og yfir tuttugu heilsugæslustöðvum um land allt og því freistandi að spyrja hvaða augum hann líti starf læknisins á landsbyggðinni. Hann svarar því til að síðustu ár hafi verið sérstakt áhugaefni sitt að kynnast sem flestum stöðum á landsbyggðinni og það byrjað með afleysingum í vaktafríum. „Þetta er frábær leið til að kynnast landi og þjóð og skemmtileg tilbreyting frá glundroða sjúkrahússumhverfisins. Lengsta stoppið til þessa var heilt ár á Djúpavogi, en þar bjuggum við fjölskyldan nýverið og undum okkur vel. Ég myndi jafnvel kalla það ánægjulegasta árið mitt í læknisfræðinni, þótt það hafi verið krefjandi að vera með vaktsíma samhliða því að vera faðir tveggja leikskólabarna. Ég hætti í raun að hluta til vegna þess að ég gat ekki lokið sérnámi þar.“

Um það hvaða skoðun Henrik hafi á stöðu landsbyggðarlækna nú um stundir segir hann að þótt aðgengi að ýmissi sérhæfðri þjónustu og tækjabúnaði sé meira á þjóðarsjúkrahúsinu sé ekki alltaf gott að margir séu að „krydda sama kjúkling“. Á spítölum vilji hlutverk
og ábyrgð deilast niður á mjög marga, hvort sem sé á milli vakta sömu stéttar eftir tímum sólarhrings eða á milli margra starfsstétta. „Í raun
gefur engin læknisstaða jafnmikið færi á tengingu og myndun trausts á milli læknis og sjúklings og vinnan á minni stöðum á landsbyggðinni,“ segir hann. „Það er lærdómsríkt að fylgja málunum eftir, hvort sem maður gerir rétt eða verður á, en eftirfylgd er svolítið rænt af manni á færibandi höfuðborgarsvæðisins.“

Aftur á móti feli starfið úti á landi í sér hressilega bindingu og gríðarlega ábyrgð. „Mörkin á milli vinnu og einkalífs verða hvergi óljósari en þegar sjúklingur spyr allt í einu um blóðprufu í sturtuklefa bæjarlaugarinnar á meðan maður reynir að skola mesta sápulöðrið úr augunum.“ Hann bætir við að það sé ekki allra lækna að starfa úti á landi. „Það krefst kunnáttu inn á sem flestar greinar læknisfræðinnar og kvilla allt frá getnaði til grafar. Það getur meitt bæði lækni og sjúkling verði hinum fyrrnefnda á, en á sama tíma veit enginn læknir allt né getur.“

Bók Henriks, sem Króníka gefur út, hefur verið vel tekið. Spurður hvort hann hyggi á frekari bókarskrif segir hann að eins og er sé hann í sérnámi í lyflækningum á Landspítala. „Hver veit hvað framtíðin geymir í skauti sér, ég tel mig alla vega ekki hafa skrifað mína síðustu bók.“

Skylt efni: bókaútgáfa

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.

Norðurljós í nóvember
Líf og starf 2. desember 2024

Norðurljós í nóvember

Tími tunglsins og norðurljósanna hefur nú gengið í garð, en óvenjubjart hefur ve...

Vefnaður úr kasmír
Líf og starf 2. desember 2024

Vefnaður úr kasmír

Hlýlegir treflar, sjöl og peysur úr kasmír er eitthvað sem okkur flestum þykir ó...

Kjötbókin 30 ára
Líf og starf 2. desember 2024

Kjötbókin 30 ára

Kjötbókin er 30 ára á þessu ári. Hún kom fyrst út í prentaðri útgáfu árið 1994 o...

Skákþrautir á netinu
Líf og starf 2. desember 2024

Skákþrautir á netinu

Gríðarlegur fjöldi skákþrauta standa skákáhugafólki til boða til að æfa sig á á ...

Sveitabúðin Una
Líf og starf 28. nóvember 2024

Sveitabúðin Una

Hjónin Rebekka Katrínardóttir og Magnús Haraldsson hafa rekið sveitabúðina Unu n...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 25. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gæti átt von á þrálátum veikindum. Hann ætti að gæta vel að sjálfum ...