Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nemendur, kennarar og bændur hittust á dögunum þegar verkefni unglinganna voru kynnt.
Nemendur, kennarar og bændur hittust á dögunum þegar verkefni unglinganna voru kynnt.
Mynd / TB
Líf&Starf 6. júní 2018

Nemendur dvelja í sveit í tvo daga

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Unglingarnir í Grunnskóla Borg­ar­fjarðar á Kleppjárns­reykjum eru allir sendir í sveit á sínum skólaferli til þess að kynna sér störf bænda. Þetta er siður sem hefur tíðkast um árabil en verkefnið, sem kallast „Sérstaða sveitaskóla,“ er unnið í náinni samvinnu bænda og kennara. 
 
Í 8. og 9. bekk dvelja krakkarnir í tvo daga hjá bændum og leysa ákveðin verkefni. Þeim er uppálagt að kynna vistina meðal bekkjarfélaga sinna þegar allt er yfirstaðið. Í síðustu viku fór fram kynning á Kleppjárnsreykjum þar sem unglingarnir sýndu stutt myndbönd sem lýstu sveitadvölinni. Nokkrir bændur komu og endurnýjuðu kynnin við nemendurna og 10. bekkur bauð svo til vöfflukaffis á eftir.
 
Verkefni byggt á gömlum grunni
 
Að sögn Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur, kennara á Kleppjárnsreykjum, gengur vel að fá bændur til samstarfs og verkefnið er fyrir löngu búið að sanna gildi sitt. „Verkefnið er upprunnið frá Varmalandsskóla um aldamótin síðustu þegar nemendur unglingadeildar þar fóru og kynntust bæði fyrirtækjum og bústörfum á svæðinu í kringum skólann. Verkefnið þróaðist yfir í það að nemendur dvöldu á sveitabæjum í tvo til þrjá daga, kynntust mismunandi landbúnaðargreinum og skiluðu af sér kynningu,“ segir Þóra Geirlaug. 
 
Brýtur upp skólastarfið
 
Þegar Varmalandsskóli og Grunnskóli Borgarfjarðarsveitar, fyrrum Andakílsskóli og Kleppjárns­reykjaskóli, voru sameinaðir undir einn hatt Grunnskóla Borgarfjarðar, gekk Kleppjárnsreykjadeildin inn í verkefnið. „Í seinni tíð hefur tíminn styst en nemendur dvelja á sveitabæjum í það sem samsvarar tveimur skóladögum, en þau eru sífellt uppteknari í eigin dagskrá, æfingum og keppnisíþróttum.“
 
Umsjónarkennarar bekkjanna bera hitann og þungann af því að hafa samband við bændur, setja saman verkefni og fleira, en annað starfsfólk og foreldrar hafa aðstoðað með að keyra og sækja börnin á bæina. „Það er mikil ánægja með verkefnið og gefur þetta nemendum tækifæri á að sýna á sér aðra hlið en þau sýna oft í skólastofunni,“ segir Þóra Geirlaug.
 
Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, Bjarnheiður Jónsdóttir og Magnea Helgadóttir kenna í unglingadeildinni á Kleppjárnsreykjum. 

16 myndir:

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....