Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ronja Sif Björk, barnabarn Önnu og Páls, brá sér í leiðangur um skóg ömmu sinnar og afa og var í sannkölluðu jólaskapi. Hægur vandi verður að finna trén fyrir þessi jól, ekki snjókorn í skóginum. Til stendur að höggva trén næstu daga og kaupendur fá þau s
Ronja Sif Björk, barnabarn Önnu og Páls, brá sér í leiðangur um skóg ömmu sinnar og afa og var í sannkölluðu jólaskapi. Hægur vandi verður að finna trén fyrir þessi jól, ekki snjókorn í skóginum. Til stendur að höggva trén næstu daga og kaupendur fá þau s
Mynd / MÞÞ
Líf&Starf 16. desember 2016

Reykhúshjónin höggva jólatré

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Við förum að huga að því næstu daga að höggva jólatrén,“ segir Anna Guðmundsdóttir, skógarbóndi í Reykhúsum í Eyjafjarðarsveit, en hún og maður hennar, Páll Ingvarsson, hafa stundað skógrækt um árabil og er nú svo komið að þau hafa færi á að selja nokkra tugi jólatrjáa fyrir komandi jól.
 
Anna og Páll buðu sveitungum sínum fyrr í haust að líta við í skógi sínum og velja sér tré og var það merkt kaupanda. Veðrið hefur ekki verið að angra landsmenn og er skógurinn marauður og færð nánast eins og á góðum haustdegi. „Það hefur viðrað vel og verða engin vandræði að komast um skóginn, en við förum að hefjast handa við að höggva trén nú næstu daga,“ segir Anna.
 
Anna og Páll eru þeirrar skoðunar að Íslendingar ættu að geta framleitt öll þau jólatré sem landsmenn nota hér á landi, í stað þess að flytja bróðurpartinn inn einkum frá Danmörku. Þau bjóða upp á rauðgreni og er Anna sannfærð um að hægt sé að auka vinsældir þess á komandi árum og hefja á sinn fyrri stall sem ákjósanlegt jólatré.  Mestu skiptir í þeim efnum að höggva trén skömmu fyrir notkun og meðhöndla þau rétt. Sé það gert heldur það barri sínu með ágætum. 
 
Auðvelt að rækta rauðgreni fyrir norðan
 
 „Rauðgrenið hefur mjög átt undir högg að sækja hin síðari ár, en ég hef fulla trú á að breyting verði þar á, með réttum aðferðum ætti það að ná sínum fyrri vinsældum,“ segir Anna og bendir á að auðvelt sé að rækta rauðgreni á Norðurlandi, þar séu kjörin svæði til slíkrar ræktunar og bændur sem áhuga hefðu á að sinna slíkri ræktun meðfram öðrum búskap ættu til framtíðar litið að geta fengið góða uppskeru. 
Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....