Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Ingvi Guðmundsson og Skundi frá Möðrufelli að reka í réttina.
Ingvi Guðmundsson og Skundi frá Möðrufelli að reka í réttina.
Mynd / AJH
Líf&Starf 30. nóvember 2016

Smalahundakeppni í Fljótsdal

Höfundur: Aðalsteinn Jóhannes Halldórsson
Austurlandsdeild Smalahunda­félags Íslands hélt fjárhunda­keppni sunnudaginn 30. október á Eyrarlandi í Fljótsdal. Að venju var keppt í þremur flokkum, það er að segja unghundaflokki, B-flokki og A-flokki. 
 
Alls voru 12 hundar skráðir til leiks. Sex hundar kepptu í A-flokki, þrír í B-flokk og jafnmargir í unghundaflokki. Í A- og B-flokki var mest hægt að fá 100 stig en 90 stig í unghundaflokki.
 
Verðlaunahafar í unghundaflokki. 1. sæti Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi með 74 stig. 2. sæti Maríus Halldórsson og Elsa frá Halldórsstöðum með 72 stig. 3. sæti Marzibil Erlendsdóttir og Rotti frá Sauðanesi með 62 stig.
 
Mót sem þessi eru ómetanleg fyrir greinina og útbreiðslu hennar. Þrátt fyrir að enn vanti talsvert upp á að bændur nýti sér hunda til smalamennsku eins og þekkist erlendis þá fer þeim fjölgandi sem ná góðum tökum á sínum hundum. Best sést þetta á áhuga og þátttöku í mótum sem þessum. Á Eyrarlandi tóku tveir nýir keppendur þátt sem lítill vafi er á að munu láta að sér kveða á þessum vettvangi á komandi árum. Allir sem eitt sinn hafa náð góðum tökum á smalamennsku með hundum eru sammála um að erfitt eða jafnvel ómögulegt sé að snúa aftur í gamla farið.
 
Keppnin heppnaðist með miklum ágætum, enda gott veður og allar aðstæður hinar ágætustu. Úrslit og stig voru sem hér segir:
 
A-flokkur:
  1. Elísabet Gunnarsdóttir og Skotta frá Daðastöðum, 90 stig
  2. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Doppa frá Húsatóftum, 84 stig
  3. Aðalsteinn Aðalsteinsson og Frigg frá Kýrholti, 80 stig
  4. Marzibil Erlendsdóttir og Skutla frá Skálholti, 74 stig
  5. Agnar Ólafsson og Brook frá Wales, 71 stig
  6. Maríus Halldórsson og Sara frá Bjarnstöðum, 62 stig
B-flokkur:
  1. Marzibil Erlendsdóttir og Saga frá Dalatanga, 73 stig
  2. Eiður Gísli Guðmundsson og Assa frá Eyrarlandi, 59 stig
  3. Ingvi Gudmundsson og Skundi frá Möðrufelli, 58 stig
Unghundaf1okkur: 
  1. Þorvarður Ingimarsson og Spaði frá Eyrarlandi, 74 stig
  2. Maríus Halldórsson og Elsa frá Halldórsstöðum, 72 stig
  3. Marzibil Erlendsdóttir og Rotti frá Sauðanesi, 62 stig
 
Austurlandsdeildin vill koma þökkum á framfæri til styrktaraðila keppninnar sem voru Jötunn Vélar, Fóðurblandan og Landstólpi en glæsilegir vinningar mótsins voru í þeirra boði. 
 
Einnig fær Lárus Sigurðsson frá Gilsá sérstakar þakkir en hann sá um dómgæslu á mótinu. 
Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....