Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
43 tonn af unnum kjötvörum fluttar inn
Fréttir 11. júlí 2016

43 tonn af unnum kjötvörum fluttar inn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtals bárust fimmtán gild tilboð í tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum og eggjum fyrir tímabilið 1. júlí  til 31. desember 2016.

Fimm tilboð bárust um innflutning á nautagripakjöti, samtals 56.200 kíló, á meðalverðinu 118 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 630 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 5 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 47.500 kg á meðalverðinu 138 krónur fyrir kílóið.

31 tonn af svínakjöti

Fjögur tilboð bárust um innflutning á svínakjöti, samtals 31.300 kíló, á meðalverðinu 59 krónur fyrir kílóið.  Hæsta boð var 270 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fjórum fyrirtækjum um innflutning á 31.300 kg á meðalverðinu 59 krónur fyrir kílóið. Til úthlutunar voru 32.000 kg.

Ekki kom til útboðs á kinda- og geitakjöti

Ein umsókn barst um innflutning á kinda- eða geitakjöti, samtals 30.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 172.500 kíló.

29,5 tonn af alifuglakjöti

Átta tilboð bárust um innflutning á kjöti af alifuglum, samtals 147.500 kíló, á meðalverðinu 309 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 580 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá tveimur fyrirtækjum um innflutning á 29.500 kíló á meðalverðinu 546 krónur fyrir kílóið.

59,5 tonn af osti

Þrjár umsóknir bárust um innflutning á smjöri, samtals 17.000 kíló. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 26.500 kíló.

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 154.000 kíló, á meðalverðinu 232 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 390 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 11 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 59.500 kíló á meðalverðinu 306 krónur fyrir kílóið.

37 tonn af eggjum

Þrjú tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á eggjum, samtals 37.000 kíló, á meðalverðinu 20 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 100 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 37.000 kíló á meðalverðinu 20 krónur fyrir kílóið. Til úthlutunar voru 38.000 kg.

43 tonn af unnum kjötvörum

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 150.400 kíló, á meðalverðinu 404 krónur fyrir kílóið. Hæsta boð var 630 krónur fyrir kílóið en lægsta boð var 0 krónur fyrir kílóið. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 43.000 kíló á meðalverðinu 568 krónur fyrir kílóið.

 

Skylt efni: matvörur | innflutningur

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...