Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Aðeins 7% ferðamanna gera sér grein fyrir að Blöndulón sé uppistöðulón raforkuvers og að hluta manngert.
Aðeins 7% ferðamanna gera sér grein fyrir að Blöndulón sé uppistöðulón raforkuvers og að hluta manngert.
Mynd / Landsvirkjun
Fréttir 31. mars 2017

87% ferðamanna tóku ekki eftir Blönduvirkjun í umhverfinu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mannvirki utan þéttbýlis hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað. Þetta er á meðal ályktana sem draga má af svörum ferðamanna sem birt eru í nýrri skýrslu Háskóla Íslands og unnin var fyrir Landsvirkjun. 
 
Í ljós kom að 87% þeirra sögðust ekki hafa tekið eftir virkjuninni við Blöndu eða tengdum mannvirkjum. Bróðurpartur þeirra sem þátt tóku, 92%, telja ósnortin víðerni hluta af aðdráttarafli svæðisins, þó þar megi sjá ýmis virkjunarmannvirki. Flestir, 89%, telja svæðið í kringum Blönduvirkjun náttúrulegt en um 7% telja það manngert.
 
Könnunin var gerð meðal ferðamanna síðastliðið sumar í nágrenni Blönduvirkjunar og gefur til kynna að langflestir ferðamenn í og við Blönduvirkjun eru ánægðir með dvöl sína á svæðinu, aðeins 8%  voru óánægð, að því er fram kemur á vef Landsvirkjunar. Þar segir einnig að meirihluta ferðamanna finnist svæðið náttúrulegt og telur ósnortin víðerni vera hluta af aðdráttarafli svæðisins, þrátt fyrir að þar megi sjá virkjunarmannvirki á borð við lón, stíflur, veituskurði, vegi og raflínur. Þess má geta að meðal ferðamanna voru flestir Þjóðverjar, eða 35%, Frakkar um 11% og Íslendingar rúm 9%.
 
Mannvirkin falli vel að landslaginu
 
Könnunin leiddi m.a. í ljós að 87% sögðust ekki hafa tekið eftir virkjuninni og tengdum mannvirkjum og meirihluti sagði tilvist virkjunarinnar ekki hafa áhrif á áhuga sinn á því að ferðast um svæðið. Í skýrslunni segir að í ljósi þess að virkjunarmannvirkin á Blöndusvæðinu trufli upplifun ferðamanna lítið megi draga þá ályktun að hönnun þeirra sé góð og þau falli vel að landslaginu.
 
Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, er aðalhöfundur skýrslunnar. Markmiðið með rannsókninni var að kanna áhrifin af mannvirkjum á upplifun ferðamanna af náttúru landsins. Ákveðið var að skoða dæmi um virkjun í rekstri, bæði lón og stöðvarhús, sem er í nágrenni við fjölsótta ferðamannaleið yfir hálendið.
 
Meðal þess sem var kannað var hvort munur væri á viðhorfi ferðamanna til svæða þar sem þegar væri búið að reisa virkjun og á svæðum þar sem uppi eru hugmyndir um að reisa virkjun. Niðurstöður könnunarinnar voru bornar saman við niðurstöður sambærilegra kannana sem gerðar voru sumarið 2015 á sjö svæðum á landinu í tengslum við  þriðja áfanga rammaáætlunar.
 
 
Blönduvirkjun raskar ekki um of ímynd um ósnortið hálendi
 
Í ljós kom að um 92% ferðamannanna telja ósnortið víðerni vera hluta af aðdráttarafli Blöndusvæðisins og er þar um að ræða litlu lægra hlutfall en á þeim stöðum þar sem ekki hefur verið virkjað, en þar var hlutfallið á bilinu 93–98%. Það virðist því sem að Blönduvirkjun raski ekki um of þeirri ímynd sem hálendið hefur sem ósnortið víðerni í augum ferðamannanna sem þar fara um.
 
Á vef Landsvirkjunar er haft eftir Herði Arnarssyni forstjóra að þetta sé í fyrsta sinn sem svo viðamikil könnun sé gerð meðal ferðamanna á upplifun þeirra af virkjun í rekstri á Íslandi. „Ljóst er að ef vel er staðið að hönnun geta virkjanir og ferðamennska farið vel saman. Mikilvægt er að nýjar byggingar og önnur mannvirki utan þéttbýlis hér á landi taki mið af verndun náttúru og falli vel að landslaginu á hverjum stað.“ 

Skylt efni: Blönduvirkjun

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...