Áburðarkaup Landgræðslunnar
Skömmu fyrir jól gekk Landgræðslan frá nýjum samningi við Sláturfélag Suðurlands um kaup á áburði vegna verkefna næsta sumars.
Í samningnum er gert ráð fyrir að keypt verði 550 tonn af áburði af tegundinni Yara 26-4 sem er sama áburðartegund og notuð var síðast liðið sumar og auk þess um 13 tonnum af akraáburði. Þá er einnig gert ráð fyrir kaupheimild á allt að 300 tonnum til viðbótar ef af sérstöku átaki í landgræðslu verður.
Þrátt fyrir lækkun olíuverðs og stöðugt gengi hækkaði áburður nokkuð í verði miðað við síðasta ár, einkanlega köfnunarefnisáburður.