Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Íslenska geitin var nýlega skráð inn í verkefni Slow Food-hreyfingarinnar sem er ætlað að styðja við búfjárkyn í útrýmingarhættu.
Íslenska geitin var nýlega skráð inn í verkefni Slow Food-hreyfingarinnar sem er ætlað að styðja við búfjárkyn í útrýmingarhættu.
Mynd / smh
Fréttir 4. mars 2016

Að lágmarki 17 prósent búfjárkynja í útrýmingarhættu

Höfundur: smh
Samkvæmt nýlegri skýrslu FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, eru 17 prósent af búfjárkynjum heimsins í útrýmingarhættu. Önnur 58 prósent er óvissa með, þar sem ekki eru til nýlegar tölur um fjölda gripa. Því er talið að enn fleiri búfjárkyn geti verið í hættu.
 
Í skýrslunni, sem fjallar einkum um stöðu og horfur fyrir búfjárkyn heimsins, kemur fram að frá árinu 2005 til 2014 hækkaði hlutfall þeirra búfjárkynja sem eru í hættu um heil tvö prósent. Leiddar eru líkur að því að þessa tilhneigingu megi að nokkru leyti rekja til sérhæfingar verksmiðjubúa þar sem markaðslegum kröfum er svarað með hámarksframleiðslu, sem er haldið gangandi með til þess bærum en tiltölulega fáum búfjárkynjum. 
 
Fjölbreytni búfjárkynja lífsnauðsyn
 
José Graziano da Silva, framkvæmdastjóri FAO, segir í formála skýrslunnar að 70 prósent af fátæku sveitafólki í heiminum hafi lífsviðurværi sitt af búfjárrækt. Þess vegna sé fjölbreytni búfjárkynja lífsnauðsyn fyrir heimsbyggðina; landbúnað, byggðaþróun í dreifbýli og fæðuöryggi.
 
Alþjóðlega Slow Food-hreyfingin hefur látið sig þessi mál varða og hluti af þeirra starfsemi er að reka sérstaka stofnun um líffræðilegan fjölbreytileika. Einn þáttur í þeirri starfsemi er stuðningur við búfjárkyn sem eru í hættu, í gegnum verkefni sín sem heita Presidia og Bragðörkin (Ark of Taste). Presidia miðar til dæmis að varðveislu framleiðsluaðferða, vistkerfa og búfjárkynja – og íslenska geitin var einmitt skráð þar inn fyrir skemmstu fyrir tilstuðlan Slow Food-deildarinnar sem er starfandi á Íslandi. Bragðörkin miðar til dæmis að því að varðveita afurðir og þar innanborðs eru íslenska landnámshænan, íslenska mjólkurkýrin, íslenska sauðféð, íslenska forystuféð, auk geitfjárins íslenska. 
 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...