Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Gunnlaugur Stefánsson segir að reynsla af regnbogaeldi í Berufirði staðfesti að mikið magn sleppi eftirlitslaust í sjóinn án þess að nokkur gangist við ábyrgð.
Gunnlaugur Stefánsson segir að reynsla af regnbogaeldi í Berufirði staðfesti að mikið magn sleppi eftirlitslaust í sjóinn án þess að nokkur gangist við ábyrgð.
Mynd / BBL
Fréttir 2. ágúst 2016

Aðför að íslenskri náttúru og við sofum værum blundi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Gunnlaugur Stefánsson.
Í mínum huga erum við að horfa upp á hreina hrollvekju og ég er satt að segja verulega undrandi á því að umhverfisverndarsamtök láti ekki í sér heyra. Oft hafa þau farið af stað af minna tilefni,“ segir Gunnlaugur Stefánsson í Heydölum á Breiðdal um áform innlendra og erlendra aðila um risalaxeldi á Austfjörðum.  Veiðifélag Breiðdæla hefur sent frá sér ályktun um sama efni þar sem alvarlega er varað við þessum áformum og biður um að náttúran til lands og sjávar verði ekki græðginni að bráð.
Fiskverksmiðjan, Fiskeldi Austfjarða, sem nú er komin að miklu leyti í eigu norskra fyrirtækja, kynnti í janúar síðastliðnum um þau áform sín að stofna til laxeldis í þremur fjörðum eystra, Seyðisfirði, Norðfjarðarflóa og Stöðvarfirði með 10 þúsund tonnum í kvíum af norskum kynbreyttum laxastofni í hverjum firði fyrir sig til viðbótar við áætlun um fleiri þúsund tonna framleiðslu úr kvíum í Berufirði.
 
Ekkert heyrist í umhverfisverndarsamtökum
 
Að mati Gunnlaugs, sem og Veiðifélags Breiðdæla, er stórslys í uppsiglingu verði áformin að veruleika. Kynbreyttur laxastofn af útlenskum uppruna sé óafturkræf ógn við íslenska laxastofninn og mun ganga að honum dauðum, gangi áætlanir um svo umfangsmikið laxeldi eftir til viðbótar við þær áætlanir sem fyrir eru á öðrum svæðum.
 
„Hér er náttúra Íslands í húfi en það heyrist hvorki hósti né stuna frá umhverfisverndarsamtökum, það mótmælir ekki nokkur maður,“ segir Gunnlaugur. „Það er eins og menn hafi ekki kveikt á þeirri staðreynd að laxinn er hluti af íslenskri náttúru. Alþingismenn og íslensk umhverfissamtök, flest hver, sofa værum blundi og virðast láta sér þessa aðför að lífríki náttúrunnar í léttu rúmi liggja.“
 
Einn lax sleppur fyrir hvert tonn í eldi
 
Rannsóknir hafa að sögn Gunnlaugs leitt í ljós að úrgangur frá 10 þúsund tonna laxeldi jafnast á við skolpfrárennsli frá 150 þúsund manna borg.  Engum öðrum matvælaframleiðslufyrirtækjum hér á landi er heimilt að demba í sjóinn nánast öllum úrgangi frá starfsemi sinni óhreinsuðum. „Augljóslega ógnar það lífríkinu á stórum svæðum umhverfis kvíarnar, afleiðingarnar eru óafturkræfar fyrir fuglalíf og uppeldisstöðvar sjávar- og vatnafiska. Þá má benda á að það er staðfest að einn lax að minnsta kosti sleppur að meðaltali fyrir hvert tonn í eldi. Samkvæmt þeirri reynslu munu því sleppa úr fyrirhuguðu risalaxeldi á Íslandi rúmlega sami fjöldi laxa og nemur heildarstangveiði í landinu á einu sumri.“  Bendir hann á að reynsla af regnbogaeldi í Berufirði staðfesti að mikið magn regnbogasilungs sleppur eftirlitslaust í sjóinn án þess að nokkur gangist við ábyrgð.
  
Endalaus barátta Norðmanna
 
Norðmenn hafa langa reynslu af sjókvíaeldi og ekki endilega alltaf góða. Endalaus barátta hefur verið við smitsjúkdóma, erfðablöndun í villtan laxastofn og lúsafaraldur eru dæmi þar um, en allt hefur þetta ógnað líffræðilegum fjölbreytileika.
Reynsla þeirra er ekki góð, þar eru nú þegar yfir 100 laxveiðiár ónýtar vegna laxeldis í sjókvíum. „Það virðist ekki henta okkur Íslendingum að horfa til þessarar bitru reynslu Norðmanna núna. Kannski er öllum sama, það virðist að minnsta kosti ekki annað vera upp á teningnum nú en að við ætlum að taka þessa áhættu, leyfa sjókvíar um alla firði þótt við blasi að innan einhverra ára verði laxveiðiárnar rjúkandi rúst. Við lokum bara augunum,“ segir Gunnlaugur.
 
Helga sér svæði í íslenskum sjó
 
Hann gagnrýnir einnig skort á eftirliti með starfsemi af þessu tagi, ábyrgðarleysi og eins óheftan og endurgjaldslausan aðgang að íslenskum sjó.
 
„Fiskeldisverksmiðjan keppist nú við að helga sér svæði í austfirskum fjörðum endurgjaldslaust fyrir risaáform í laxeldinu. Í Noregi verða fyrirtækin að greiða háar fjárupphæðir fyrir útgefin starfsleyfi og nýtingu sjávar til eldisins,“ segir í ályktun Veiðifélags Breiðdæla. „Það tíðkast hvergi nema hér á landi að fyrirtækin hafa algjörlega frían aðgang að sjó, þau eru hér að setja upp ábatasama atvinnustarfsemi og hafa alveg frítt spil, helga sér svæði um alla firði án þess að greiða krónu fyrir. Það er fáheyrt,“ segir Gunnlaugur.
 
Eftirlit í skötulíki og engin ábyrgð
 
Að auki segir hann allt eftirlit með starfsemi fyrirtækjanna í skötulíki. „Eftirliti er verulega ábótavant, það er í raun nánast ekki neitt.  Fyrirtækin bera heldur enga ábyrð, lagaumhverfið í kringum þetta er mjög veikburða og veitir hvorki aðhald með virku eftirliti né skyldar fiskeldisfyrirtækin til að ábyrgðartryggja starfsemi sína. Ég líki þessu öllu saman við gullgrafaraæði sem hlaupið hefur í menn, það ríkir algjör þöggun um þess mál, það virðist sem þetta muni yfir okkur ganga á meðan við sofum á verðinum,“ segir hann. 
 
Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...