Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Erling Freyr Guðmundsson frá Ljósleiðaranum (t.v.), ásamt Margréti Tryggvadóttur og Benedikt Ragnarssyni frá Nova.
Erling Freyr Guðmundsson frá Ljósleiðaranum (t.v.), ásamt Margréti Tryggvadóttur og Benedikt Ragnarssyni frá Nova.
Mynd / Gunnar Svanberg
Fréttir 23. ágúst 2022

Aðgengi að ljósleiðara aukið

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nova og Ljósleiðarinn hafa undirritað samning um nýtingu ljósleiðara á landsvísu, sem mun flýta fyrir uppbyggingu 5G.

Uppbyggingunni verður sérstaklega hraðað á Vestfjörðum og Norðausturlandi. Þá hafa 65 sendar þegar verið settir upp í öllum landshlutum og er áætlað að þeir verði orðnir 200 árið 2024.

„5G Nova er nú þegar komið upp í öllum landshlutum og mun eflast hratt á næstu mánuðum þar sem samstarf félaganna gegnir lykilhlutverki. Fleiri og öflugri sendar auka öryggi landsmanna.

Nova hefur fjárfest umtalsvert í innviðum sínum á síðustu árum sem hefur gert félaginu kleift að stíga mikilvæg skref sem þessi og halda áfram að vera leiðandi og í fremstu röð í innleiðingu 5G á Íslandi,“ segir Margrét Tryggvadóttir, forstjóri Nova.

99,9% þjóðarinnar með aðgengi að ljósleiðara

Samstarf Nova og Ljósleiðarans ýtir enn frekar undir það markmið stjórnvalda að fyrir árslok 2025 verði 99,9% þjóðarinnar með aðgengi að ljósleiðara.

„Aðgengi heimila, fyrirtækja og stofnana að öruggum fjarskiptum er mikilvægt í nútímasamfélagi. Uppbygging þessara innviða gegnir mikilvægu hlutverki í aukinni samkeppni á fjarskiptamarkaði og ekki síst fyrir heildsölu- og stórnotendur á landsbyggðinni,“ bætir Margrét við.

„Við ætlum að leggja ljósleiðara- kerfi, sem getur borið yfir 1.000 þræði um allt land og með því fá allir landsmenn betra aðgengi og öruggari fjarskiptaþjónustu,“ segir Erling Freyr Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ljósleiðarans.

Að sögn hefur Nova verið í fararbroddi í innleiðingu nýjustu tækni og er komið lengst í uppbyggingu 5G á Íslandi.

Ljósleiðarinn samdi nýverið við utanríkisráðuneytið um afnot af tveimur af átta ljósleiðaraþráðum í ljósleiðarastreng NATO. Sá strengur liggur hringinn í kringum Ísland og til Vestfjarða.

Skylt efni: ljósleiðari

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...