Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hans Verhagen, deildarstjóri hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu, fjallaði um leiðir til að lágmarka notkun sýklalyfja.
Hans Verhagen, deildarstjóri hjá Matvælaöryggisstofnun Evrópu, fjallaði um leiðir til að lágmarka notkun sýklalyfja.
Mynd / Guðrún Hulda
Fréttir 16. maí 2017

Aðgerða er þörf í baráttu gegn sýklalyfjaónæmi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn sem steðjar að lýðheilsu, matvælaöryggi og framþróun í heiminum í dag samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) en árlega deyja um 25.000 Evrópubúar að völdum kvilla sem sýklalyf ráða ekki við. Matvælastofnun og Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) stóð fyrir ráðstefnu um ónæmi gegn sýklalyfjum í gær. Þar var kynnt skýrsla starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi.

Framsögumenn á ráðstefnunni voru forstjóri Matvælaöryggisstofnunnar Evrópu, Berhard Url, Pierre Alexandre Beloeil, sérfræðingur, Hans Verhagen deildarstjóri hjá stofnunninni, ásamt fulltrúum úr starfshópi velferðaráðuneytisins, þau Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir og Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir.

Matvælaöryggisstofnun Evrópu talar heildstæðum aðgerðum í baráttu gegn sýklalyfjaónæmi í nafni Einnar heilsu (e. One Health), þar sem litið er til jafns til lýðheilsu manna, dýra og umhverfis. Horft er til þess að minnka, leysa af hólmi og endurskoða notkun á sýklalyfjum. Lögðu framsögumenn áherslu á meðvitund almennings og miðlun vísindalegra rannsókna á málefnum sýklalyfjaónæmis. Má meðal annars benda á upplýsingasíðu stofnunarinnar sem má nálgast hér.

Eftirlit aukið með ferskum matvælum

Greinagerð starfshóps um aðgerðir til að draga úr útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería á Íslandi var birt samhliða ráðstefnunni. Starfshópurinn var skipaður af heilbrigðisráðherra og í honum áttu sæti Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sem var formaður hópsins, Sigurbjörg Daðadóttir yfirdýralæknir og Vala Friðriksdóttir deildarstjóri Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum.

Starfshópurinn leggur þar til að stjórnvöld marki sér opinbera stefnu um málefni sem tengjast ónæmi sýklalyfja. Stefnan þurfi að taka til forvarna, vöktunar og viðbragða og hægt sé að líta til vinnu Norðmanna um slíka stefnu. Þá verði áfram gefin út árleg skýrsla um sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun hér á landi. Stefna verði innleidd um skynsamlega notkun sýklalyfja í mönnum og dýrum.

Þá þurfi að styrkja eftirlit með sýklalyfjaónæmum bakteríum í dýrum, matvælaframleiðslu og matvælum. Starfshópurinn leggur til að fylgst verði með sýklalyfjaónæmi hjá sjúkdómsvaldandi bakteríum og bendibakteríum í matvælum í smásölu á grundvelli ákvörðunar Evrópusambandsins nr. 652/2013. „Lagt er til að í byrjun verði eftirliti háttað samkvæmt ákvörðun Evrópusambandsins en síðar megi beita auknu eftirliti eins og sum Norðurlöndin hafa gert. Hér má helst nefna eftirlit með grænmeti (erlendu sem innlendu) sem og eftirliti með lamba- og hrossakjöti. Stofna þarf starfshóp á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis sem metur kostnað og útbýr leiðbeiningar um slíkar aðgerðir,” segir í greinagerðinni. Eftirlit með óæmi í ferskri matvöru, bæði íslenskri og erlendri, hefur ekki verið fullnægjandi hér á landi, en slíkar skimanir hafa nú verið teknar upp.

Bæta þarf hreinlætisaðstöðu ferðamanna

Þá verði að gera heilstæða endurskoðun á notkun sníkjudýralyfja hér á landi. En þar er lagt til að gerðar verði rannsóknir á útbreiðslu sníkjudýra í búfé og gæludýrum, og næmi þeirra fyrir lyfjum prófað. Í kjölfarið verði settar reglur og/eða leiðbeiningar um ávísun og notkun sníkjudýralyfja hjá dýrum auk leiðbeininga um varnir/hömlur við sníkjudýrasmit.

Nauðsynlegt sé að gera rannsóknir á tilvist sýklalyfjaónæmra baketría í umhverfi og skimanir fyrir sýklalyfjaónæmum bakteríum verði auknar hjá skilgreindum áhættuhópum.

Að lokum bendir starfshópurinn á að minnka verði áhættu á dreifingu sýklalyfjaónæmra baktería með ferðamönnum, meðal annars með því að bæta hreinlætisaðstöðu á ferðamannastöðum. „Eins og fram hefur komið í fréttum þá er víða pottur brotinn í þessum efnum hér á landi. Mikilvægt er að hið opinbera leggi kvaðir á sveitarfélög um úrbætur í þessum efnum. Aðrir aðilar sem að þessum málum þurfa að koma eru Umhverfisstofnun og ýmis samtök í ferðamannaiðnaði,” segir í greinagerðinni.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...