Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Álftir á leið til lendingar á kornökrum undir Eyjafjöllum.
Álftir á leið til lendingar á kornökrum undir Eyjafjöllum.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. febrúar 2016

Aðgerðaráætlun í smíðum

Höfundur: smh
Ágangur álfta og gæsa í kornræktarlöndum bænda hefur farið vaxandi á liðnum árum og er sums staðar orðinn slíkur að bændur hafa hætt í greininni eða minnkað mikið við sig, beinlínis vegna þessa. 
 
Starfshópur var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu síðastliðið sumar og ætlað að vinna að aðgerðaráætlun – og gerir ráð fyrir að skila henni af sér fyrir lok febrúar.
 
Þar er annars vegar lagt til að umfang tjóns verði kannað ítarlega og samhliða hvort hægt verði að styrkja bændur gegn þessari vá í gegnum búvörusamningana, auk þess sem kannaður verði áhugi bænda á að ráðstafa hluta af löndum þeirra í griðland fyrir álftir og gæsir. 
 
Hópurinn hefur einnig rætt hugmyndir um að sett verði viðmið fyrir lágmarksstærð álfta- og gæsastofna og það kannað hvort hægt verði að grípa til aðgerða til að takmarka vöxt þeirra, fari þeir yfir tiltekna stærð.
 
Til að kortleggja vandann var opnuð vefgátt í maí árið 2014 þar sem bændur gátu skráð tjón sitt. Í ljós kom að vandinn var afar umfangsmikill. Frá sumri og fram á haust 2014 var tilkynnt um tjón á um 2.700 hekturum lands. Bændur héldu skráningum áfram á síðasta ári en skráningar vegna tjóns í fyrra hafa verið nokkru færri.
 
Sigurður Eyþórsson, fram­kvæmda­­stjóri Bændasamtaka Íslands, er í starfshópnum. „Efnislega er meðal annars verið að skoða hvort hægt sé að opna fyrir stuðning vegna þessara mála innan ramma búvörusamninganna. Eigi það að verða niðurstaðan skiptir miklu máli að bændur séu duglegir að skrá tjón í gegnum Bændatorgið. Forsenda þess að einhverjar bætur fáist er að vandaðar skráningar séu fyrir hendi. Tillögurnar gera ráð fyrir að það gæti mögulega verið veittur stuðningur til bænda til að ráðstafa hluta af löndum sínum í sérstök griðlönd, eða til að mæta tjóninu með einhverjum hætti.“
 

6 myndir:

Skylt efni: álftir og gæsir

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...