Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Álftir á leið til lendingar á kornökrum undir Eyjafjöllum.
Álftir á leið til lendingar á kornökrum undir Eyjafjöllum.
Mynd / HKr.
Fréttir 18. febrúar 2016

Aðgerðaráætlun í smíðum

Höfundur: smh
Ágangur álfta og gæsa í kornræktarlöndum bænda hefur farið vaxandi á liðnum árum og er sums staðar orðinn slíkur að bændur hafa hætt í greininni eða minnkað mikið við sig, beinlínis vegna þessa. 
 
Starfshópur var skipaður af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu síðastliðið sumar og ætlað að vinna að aðgerðaráætlun – og gerir ráð fyrir að skila henni af sér fyrir lok febrúar.
 
Þar er annars vegar lagt til að umfang tjóns verði kannað ítarlega og samhliða hvort hægt verði að styrkja bændur gegn þessari vá í gegnum búvörusamningana, auk þess sem kannaður verði áhugi bænda á að ráðstafa hluta af löndum þeirra í griðland fyrir álftir og gæsir. 
 
Hópurinn hefur einnig rætt hugmyndir um að sett verði viðmið fyrir lágmarksstærð álfta- og gæsastofna og það kannað hvort hægt verði að grípa til aðgerða til að takmarka vöxt þeirra, fari þeir yfir tiltekna stærð.
 
Til að kortleggja vandann var opnuð vefgátt í maí árið 2014 þar sem bændur gátu skráð tjón sitt. Í ljós kom að vandinn var afar umfangsmikill. Frá sumri og fram á haust 2014 var tilkynnt um tjón á um 2.700 hekturum lands. Bændur héldu skráningum áfram á síðasta ári en skráningar vegna tjóns í fyrra hafa verið nokkru færri.
 
Sigurður Eyþórsson, fram­kvæmda­­stjóri Bændasamtaka Íslands, er í starfshópnum. „Efnislega er meðal annars verið að skoða hvort hægt sé að opna fyrir stuðning vegna þessara mála innan ramma búvörusamninganna. Eigi það að verða niðurstaðan skiptir miklu máli að bændur séu duglegir að skrá tjón í gegnum Bændatorgið. Forsenda þess að einhverjar bætur fáist er að vandaðar skráningar séu fyrir hendi. Tillögurnar gera ráð fyrir að það gæti mögulega verið veittur stuðningur til bænda til að ráðstafa hluta af löndum sínum í sérstök griðlönd, eða til að mæta tjóninu með einhverjum hætti.“
 

6 myndir:

Skylt efni: álftir og gæsir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...