Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Af hverju eru svona margir vanbúnir fyrir fyrstu hálku vetrarins?
Fréttir 8. nóvember 2016

Af hverju eru svona margir vanbúnir fyrir fyrstu hálku vetrarins?

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Frá 1. nóvember til 14. apríl er lágmarks mynsturdýpt í hjólbörðum 3 millimetrar. Alltaf eru einhverjir sem láta veturinn koma sér á óvart og eru ekki tilbúnir til aksturs í snjó og hálku. Fyrir vikið lenda of margir í vandræðum og verða fyrir óhappi sökum þess.
 
Þótt sumardekk standist mynstursdýpt við mælingu eru sumardekk ekki gerð til aksturs í snjó og hálku. Oft hef ég sagt þessa setningu: 
 
Sá sem er vanbúinn til aksturs í snjó og hálku og biður um aðstoð á bara að fá eina tegund af aðstoð: Hjálp til að komast út fyrir veg. Viðkomandi er hættulegur öðrum í umferð og á ekki að vera í umferð. 
Ég vinn á hjólbarðaverkstæði og fæ oft spurninguna: Nagladekk eða ekki?
 
Á hjólbarðaverkstæðum heyrist ýmislegt um dekk og dekkjaráðleggingar. Fyrir nokkru var maður sem býr í nágrenni Reykjavíkur að skipta undir heimilisbílunum yfir á vetrardekkin og sagði þá: „Báðir heimilisbílarnir eru hafðir á nagladekkjum öryggisins vegna, en þegar skólabíllinn kemur og sækir börnin í skólann er hann á ónegldum dekkjum.“ 
 
Önnur setning var sögð á dekkjaverkstæðinu af samstarfsmanni mínum þegar hann var farið að lengja eftir að „dekkjatörnin“ hæfist:
 
„Á vorin ­auglýsir Reykja­víkurborg grimmt nagladekkin burt, en aldrei er auglýst að setja nagladekkin undir á haustin, er þetta ekki brot á jafnræðisreglum?“
 
 
Undanfarið hefur Sjóvá verið að auglýsa muninn á hemlunarvegalengd sumardekkja og vetrardekkja sem er mikill, en á 50 km hraða og í stopp munar 20 metrum í hemlunarvegalengd. Nýjasta auglýsingin frá Sjóvá er að munurinn á hemlavegalengd nagladekkja og ónegldra vetrardekkja er 16 metrar ef ekið er á 50 km hraða. Sé tekið mið af þessari auglýsingu og þeirri fyrri er hemlunarvegalengd á negldum dekkjum 36 metrum styttri en á sumardekkjum.
 
Ekki spurning um að vera á nöglum sé ekið á landsbyggðinni
 
Ef mikið er verið að keyra út á land á veturna á viðkomandi að vera á nöglum og mitt viðmið er að sé ekið oftar en tvisvar yfir heiðar á veturna eða mikið farið í Bláfjöll á skíði þá eru naglar það sem undir bílnum skal vera. Nýlega fóru þrjár rútur út af veginum í nágrenni Reykjavíkur og ein þeirra á hliðina. Það er gáleysi að fara á rútu yfir heiðar eða fjallvegi með farþega á naglalausum rútum. Persónulega finnst mér ökumaður rútu sem fer á Þingvöll eða Gullfoss naglalaus ekkert annað en að stunda það sem kallað er glæfraakstur.
 
Því miður eru það eigendur farartækjanna sem ráða hvaða dekk fara undir bílana en ekki bílstjórarnir, en fallið hefur dómur á strætóbílstjóra í Reykjavík sem var dæmdur fyrir manndráp af gáleysi fyrir að vera ekki á nöglum vitandi það að strætó í Reykjavík er aldrei á nöglum.  
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...