Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Ágúst Andrésson.
Ágúst Andrésson.
Fréttir 20. júlí 2018

Afkoman slök og óvissan of mikil

Höfundur: MÞÞ

Ágúst Andrésson, forstöðumaður hjá Kjötafurðastöð KS, segir þá stöðu sem uppi er í sauðfjárræktinni gera að verkum að ekki sé sérstaklega áhugavert fyrir afurðastöðvar að bæta við sig nýjum innleggjendum, „einfaldlega vegna þess að afkoman hefur verið slök og óvissan of mikil,“ segir hann.

Óvissan felist fyrst og fremst í því hversu mikið hver afurðastöð flytur út af sínum afurðum og þess vegna hversu miklum hluta hver afurðastöð kemur á innlendan markað.

„Ef hægt væri að tryggja að allir sætu við sama borð þegar kemur að ráðstöfun umframframleiðslu, annaðhvort með útflutningsskyldu eða jöfnunarsjóði þá væri aftur orðið eftirsóknarvert að auka viðskipti,“ segir Ágúst.

Hinkra með að gefa út verðskrá

Hann segir að nú sé beðið eftir niðurstöðum endurskoðunarnefndar búvörusamninga og í framhaldi af því útspili yfirvalda.

„Um leið og það liggur fyrir hvort fyrirhugaðar eru einhvers konar kerfisbreytingar og hverjar þær þá eru, þá verður fljótlega gefið út verð.  Meðan óvissa ríkir þá hinkrum við aðeins lengur með að gefa út verðskrá,“ segir Ágúst. „Ef  óvissunni verður ekki eytt þá munum við gefa út lágmarksverð með þeim fyrirvara að við getum bætt við þegar hlutirnir verða skýrari.“ 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...