Aflýsa Matvælaþingi
Matvælaráðuneytið hefur aflýst Matvælaþingi sem átti að fara fram í Hörpu 5. nóvember næstkomandi.
Dýravelferð og hugmyndafræðin Ein heilsa (e. One Health) áttu að vera meginviðfangsefni þingsins.
Ráðgert var að Maarten Hoek frá Lýðheilsu- og umhverfisstofnun Hollands og dr. Rebeca García Pinillos, stofnandi og framkvæmdastjóri samtakanna One Welfare CIC, væru meðal fyrirlesara.
Samkvæmt tilkynningu matvælaráðuneytisins hefur Matvælaþing verið vettvangur fyrir samræðu á milli hinna ólíku starfsgreina sem vinna að matvælaframleiðslu og -vinnslu á Íslandi.