Vísbendingar eru um að byggðabragur sveitarfélaga geti verið gjörólíkur þrátt fyrir sambærilega samfélagsgerð, stöðu atvinnumála o.fl. Myndin er tekin við Húnaflóa.
Vísbendingar eru um að byggðabragur sveitarfélaga geti verið gjörólíkur þrátt fyrir sambærilega samfélagsgerð, stöðu atvinnumála o.fl. Myndin er tekin við Húnaflóa.
Mynd / sá
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað að sterkari og sjálfbærari samfélögum og aukinni byggðafestu.

Víðtæk félagssálfræðileg rannsókn var gerð í Dalabyggð, Húnaþingi vestra og Húnabyggð, bæði með spurningakönnunum og rýnihópum. Marktækur munur greindist á fjölmörgum mælikvörðum en mesta muninn mátti greina í þáttum eins og félagslegri samheldni, trú á getu samfélagsins til að takast á við áskoranir og hversu vel íbúar gátu uppfyllt þarfir sínar í sveitarfélaginu.

Þá var afgerandi munur á hvort hrepparígur væri vandamál, hvort erfiðleikar væru í samstarfi dreifbýlis og þéttbýlis og hvort slúður og neikvæðni væru metin sem vandamál í sveitarfélaginu.

Segja rannsakendurnir að þessar niðurstöður séu fyrstu sönnunargögn þess að félagssálfræðilegur munur geti verið á milli íslenskra sveitarfélaga. Vonast er til þess að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað að sterkari og sjálfbærari samfélögum og aukinni byggðafestu.

Gjörólíkur byggðabragur

Byggðabragur: Félagssálfræðileg rannsókn á þremur íslenskum sveitarfélögum, var unnin með styrk frá Háskólanum á Bifröst, Rannsóknasetri í byggða- og sveitastjórnarmálum og Byggðarannsóknasjóði. Skýrslan kom út í sumarlok. Rannsakendur og skýrsluhöfundar eru Bjarki Þór Grönfeldt og Vífill Karlsson. Þeir segja rannsóknina tilraun til þess að beita aðferðafræði félagssálfræðinnar á byggðamál á Íslandi.

„Aðdragandi rannsóknarinnar er sá að íbúakannanir landshlutanna hafa bent til þess að svokallaður byggðabragur sveitarfélaga geti verið gjörólíkur þrátt fyrir sambærilega samfélagsgerð, stöðu atvinnumála o.s.frv.,“ segir í rannsókninni.

Með byggðabrag sé átt við upp að hvaða marki íbúar eru ánægðir með sveitarfélagið, þeim þyki þjónusta góð, þeir séu bjartsýnir á framtíðina og vilji halda áfram búsetu sinni á svæðinu.

Húnaþing vestra skaraði fram úr

Segja höfundar að Húnaþing vestra hafi ítrekað komið betur út en Dalabyggð og Húnabyggð í íbúakönnunum. „Í stuttu máli má segja að niðurstöður rýnihópanna hafi verið eftirfarandi:

Samfélagið í Húnaþingi vestra er mun opnara og auðveldara fyrir nýtt fólk að komast inn í það en í Dalabyggð og Húnabyggð. Á það bæði við um aðflutta Íslendinga sem og innflytjendur. Röktu viðmælendur það meðal annars að samfélagið í Húnaþingi vestra væri (og þá aðallega þéttbýlið á Hvammstanga) ekki eins rótgróið og fastmótað og í Dalabyggð og Húnabyggð.

Íbúar í Húnaþingi vestra eru stoltir af sterkum fyrirtækjum í eigu heimamanna og njóta góðs af því að hafa áhrif á þjónustu þeirra. Eignarhald „yfir björgunum“ virðist skipta miklu máli og ljær íbúunum rödd og færir þeim trú á samfélagið.

Húnaþing vestra virðist virka sem ein heild á meðan meiri togstreita sé á milli dreifbýlis og þéttbýlis í Dalabyggð og Húnabyggð. Er þetta tengt við farsæla sameiningu sem meira eða minna afmáði hrepparíg í Húnaþingi vestra á meðan sameiningarmál hafa gengið brösuglega í hinum tveimur sveitarfélögunum,“ segir í skýrslunni.

Góð sjálfsmynd

Jafnframt segja skýrsluhöfundar hafa komið í ljós að „íbúar allra sveitarfélaganna hafa nokkuð sterka sjálfsmynd og þykir vænt um sveitarfélagið sitt. Það sem virðist greina á milli þeirra er trú á styrk samfélagsins, ánægja með þá nærþjónustu sem í boði er og samheldni ólíkra byggðarlaga innan sveitarfélagsins.“

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð
Fréttir 29. nóvember 2024

Ráðinn slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð

Suðurnesjamaðurinn Ingvar Georg Georgsson hefur verið ráðinn í starf slökkviliðs...

Rannsókn ungra bænda
Fréttir 29. nóvember 2024

Rannsókn ungra bænda

Samtök ungra bænda (SUB) eru að kortleggja hindranir og hvata nýliðunar og kynsl...

Haustrúningur í fullum gangi
Fréttir 29. nóvember 2024

Haustrúningur í fullum gangi

Baldur Stefánsson, rúningsmaður frá Klifshaga í Öxarfirði, klippir tólf til þret...

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu
Fréttir 29. nóvember 2024

Skipuleggja lóðir fyrir súrefnisframleiðslu

Sveitarfélagið Ölfus hefur auglýst nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Laxabraut 31 ...

Kjúklingar aftur í Grindavík
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða ...