Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Flytja þurfti alla kjúklinga úr Grindavík þegar bærinn var rýmdur fyrir rúmu ári síðan.
Flytja þurfti alla kjúklinga úr Grindavík þegar bærinn var rýmdur fyrir rúmu ári síðan.
Mynd / ál
Fréttir 29. nóvember 2024

Kjúklingar aftur í Grindavík

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Reykjagarður hf. hefur endurvakið kjúklingarækt í Grindavík eftir ellefu mánaða hlé. Starfsemin stöðvaðist í kjölfar jarðhræringa.

Svanur Ingi Sigurðsson leigir Reykjagarði kjúklingahúsin og sér um eldið fyrir þeirra hönd. Hann segir að fyrsti hópurinn hafi verið sendur í sláturhús síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið í eldi frá því um miðjan október. Þá stendur til að tveir eldishópar fari í slátrun í næstu viku.

Hefur þurft að nota varaafl

Eldið hefur að mestu gengið vel eftir að starfsemin var endurvakin. Rafmagnið fór hins vegar af í rúman sólahring og var allur vélbúnaður knúinn áfram af varaafli á meðan. Þá brást hitaveitan í nokkra klukkutíma og þurfti að kynda húsin með varaofnum.

Þegar Grindavík var rýmd þann 10. nóvember á síðasta ári voru fuglar í húsunum. „12. nóvember þurftum við að fara hér inn í bæinn með samþykki dýralækna og lögreglustjóra á Suðurnesjum til þess að koma fuglunum í burtu,“ segir Svanur. Allir fuglarnir fóru að Ásmundarstöðum í Ásahreppi og stóðu kjúklingahúsin í Grindavík tóm þangað til í október. Á hverjum tíma geta verið fimmtán til sextán þúsund fuglar í eldi hjá Svani.

Húsin skekktust í látunum

„Það er allt í lagi ef það gýs ef það kemur ekkert nálægt þessu dæmi,“ segir Svanur, en kjúklingabúið er innan varnargarða. Ef hraunstreymið fer í átt að bænum gæti þurft að rýma kjúklingahúsin aftur. Hann segir að rýming sé hörkuvinna en ekkert ólíkt því og þegar kjúklingunum er safnað saman í búr til að aka með þá í sláturhús.

Húsnæðið varð fyrir nokkru tjóni í jarðhræringunum og hefur hann nýtt undanfarna mánuði til að koma öllu í stand. „Það sprungu gólf og skekktust aðeins húsin í þessum látum þannig að hurðir voru stífar og sumar opnuðust ekki,“ segir hann. Svanur hefur jafnframt sett stærri eldsneytistank á ljósavélina til þess að geta knúið húsin á varaafli í minnst viku ef eitthvað kemur upp á.

Skylt efni: kjúklingabú | Grindavík

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...