Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Hnossgæti frá íslenskum smáframleiðendum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli (BFB) munu viðhalda samstarfi um sameiginleg hagsmunamál félagsmanna í matvælaframleiðslu. Það kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum.

Í ályktun sem hennir fylgir segir að mikil tækifæri blasi við íslenskri matvælaframleiðslu á næstu árum og áratugum. Mikilvægt sé að aðilar sem starfi í þágu hagsmuna íslenskra matvælaframleiðslu vinni þétt saman og beiti sér fyrir því að stefnumörkun stjórnvalda endurspegli þessi tækifæri og geri fyrirtækjum í matvælaframleiðslu kleift að sækja fram.

„Í ályktuninni kemur fram að hið opinbera þurfi að stórefla fjárfestingu í menntun á sviði matvælaframleiðslu. Einnig segir í ályktun samtakanna að sameiginlegir hagsmunir matvælaframleiðenda byggi á samvinnu ólíkra fyrirtækja á grundvelli áherslna á sviði sjálfbærni, öryggis, heilnæmis og verðmætasköpunar.

Með slíku skapist aukin tækifæri til að styrkja stöðu innlendrar matvælaframleiðslu,“ segir í tilkynningu.

Samtök iðnaðarins voru bakhjarlar Samtaka smáframleiðenda matvæla við stofnun, ásamt Matarauði Íslands og Landbúnaðarklasanum.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...