Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra.
Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra.
Mynd / Vörusmiðjan
Fréttir 15. mars 2021

Áframhaldandi stuðningur við smáframleiðendur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd hafa gengið frá samstarfssamningi um áhersluverkefnið Matvælasvæðið Norðurland vestra. Verkefnið lýtur að áframhaldandi stuðningi við smáframleiðendur á starfssvæði samtakanna og er unnið í nánu samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra.

Meðal þátta verkefnisins eru stuðningur við ýmiss konar námskeiðahald fyrir smáframleiðendur, sölubíl smáframleiðenda og vefverslun Vörusmiðjunnar. Einnig fellur undir verkefnið kynnisferð til Eldrimmer í Svíþjóð en það svæði er framarlega hvað full- og heimavinnslu varðar.

Þetta er í þriðja skiptið sem áhersluverkefni hafa verið skilgreind sérstaklega til að styðja við smáframleiðendur á starfssvæði SSNV. Slík verkefni hafa skýra skírskotun í sóknaráætlun landshlutans þar sem áhersla er lögð á fullvinnslu, sölu beint frá býli, virðisaukningu heima í héraði og stuðning við smáframleiðendur.

Vörusmiðjan heldur úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði.

Býður upp á vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur

Vörusmiðja BioPol er vottað vinnslu­­rými fyrir smáframleiðendur sem staðsett er á Skaga­strönd. Þar hafa framleiðendur matvæla aðgang að aðstöðu til þróunar, nýsköpunar og framleiðslu á náttúrulegum mat- og heilsuvörum. Allur aðbúnaður í Vörusmiðjunni uppfyllir kröfur um öryggi framleiðenda og heilnæmi framleiðsluvörunnar og er þar aðgengi að tækjum og tólum til framleiðslunnar auk stuðnings við þróun, markaðssetningu og sölu. Á heimasíðu Vörusmiðjunnar er vefverslun þar sem framleiðsluvörur smáframleiðendanna eru til sölu.

Einnig heldur Vörusmiðjan úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...