Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra.
Myndin af námskeiði sem boðið er upp á fyrir matvælaframleiðendur á Norðurlandi vestra.
Mynd / Vörusmiðjan
Fréttir 15. mars 2021

Áframhaldandi stuðningur við smáframleiðendur

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra og Vörusmiðja BioPol á Skagaströnd hafa gengið frá samstarfssamningi um áhersluverkefnið Matvælasvæðið Norðurland vestra. Verkefnið lýtur að áframhaldandi stuðningi við smáframleiðendur á starfssvæði samtakanna og er unnið í nánu samstarfi við Farskóla Norðurlands vestra.

Meðal þátta verkefnisins eru stuðningur við ýmiss konar námskeiðahald fyrir smáframleiðendur, sölubíl smáframleiðenda og vefverslun Vörusmiðjunnar. Einnig fellur undir verkefnið kynnisferð til Eldrimmer í Svíþjóð en það svæði er framarlega hvað full- og heimavinnslu varðar.

Þetta er í þriðja skiptið sem áhersluverkefni hafa verið skilgreind sérstaklega til að styðja við smáframleiðendur á starfssvæði SSNV. Slík verkefni hafa skýra skírskotun í sóknaráætlun landshlutans þar sem áhersla er lögð á fullvinnslu, sölu beint frá býli, virðisaukningu heima í héraði og stuðning við smáframleiðendur.

Vörusmiðjan heldur úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði.

Býður upp á vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur

Vörusmiðja BioPol er vottað vinnslu­­rými fyrir smáframleiðendur sem staðsett er á Skaga­strönd. Þar hafa framleiðendur matvæla aðgang að aðstöðu til þróunar, nýsköpunar og framleiðslu á náttúrulegum mat- og heilsuvörum. Allur aðbúnaður í Vörusmiðjunni uppfyllir kröfur um öryggi framleiðenda og heilnæmi framleiðsluvörunnar og er þar aðgengi að tækjum og tólum til framleiðslunnar auk stuðnings við þróun, markaðssetningu og sölu. Á heimasíðu Vörusmiðjunnar er vefverslun þar sem framleiðsluvörur smáframleiðendanna eru til sölu.

Einnig heldur Vörusmiðjan úti sölubíl smáframleiðenda sem fer um Norðurland vestra í reglubundnum ferðum samkvæmt leiðakerfi sem auðveldar íbúum að nálgast vörur framleiddar í héraði.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...