Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ákall um matvælakerfi til þjóða heimsins
Mynd / UN
Fréttir 21. september 2020

Ákall um matvælakerfi til þjóða heimsins

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, hefur birt yfirlýsingu vegna kórónukrísunnar og matvælaöryggis í heiminum. Hann beinir því til þjóða heims að nú þurfi að bregðast hratt og vel við gagnvart matvælaframleiðslu um gjörvallan heim til að styðja við græna umbreytingu og sjálfbærni.

 António Guterres er níundi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og hóf störf í upphafi ársins 2017. Nú hefur hann gefið út ákall til þjóða heims um að hlúa verði enn betur en áður að matvælakerfum, sérstaklega í kjölfar Covid 19.

„Það er nægilegur matur í heiminum til að fæða þá tæpu átta milljarða manns sem búa á jörðinni. Í dag eru samt sem áður 820 milljónir manna sem lifa við hungurmörk og um 144 milljónir barna undir fimm ára aldri sem eru vannærð, meira en einn fimmti allra barna í heiminum. Matvælakerfi okkar eru að bregðast og með kórónuveirunni fer ástandið versnandi. Ef ekki verður gripið strax til aðgerða er ljóst að yfirvofandi er neyðarástand sem gæti haft langtímaáhrif á hundruði milljóna barna og fullorðinna. Á þessu ári er áætlað að um 49 milljónir manna bætist í hóp mjög fátækra vegna krísunnar. Fjöldi fólks sem þarf nægilega fæðu og næringu mun aukast verulega. Við hvert prósentustig sem lækkar í vergri landsframleiðslu þjóða má áætla að bætist við 0,7 milljónir vannærða barna. Jafnvel í löndum með nægilegan mat sjáum við hættu á truflun í fæðubirgðakeðjunni. Við verðum að bregðast við núna til að forðast verstu áhrif af viðleitni okkar til að ná stjórn á alheimsfaraldrinum.“

Matvæli, næring og lífsviðurværi

Í ákalli sínu gaf António út stefnu um áhrif Covid 19 á matvælaöryggi og næringu sem hefur þrjá meginþætti:

Í fyrsta lagi verðum við að virkja þjóðir heims til að bjarga mannslífum og lífsviðurværi fólks, einblína á þau svæði þar sem hættan er mest. Það þýðir að tilnefna matvæla- og næringarkerfi sem nauðsynleg á sama tíma og hrint er í framkvæmd viðunandi vörnum fyrir starfsfólk í matvælageiranum. Einnig að varðveita mannúðaraðstoð á sviði matvæla, lífsviðurværis og næringar til varnarlausra hópa. Það þarf að staðsetja matvæli í löndum þar sem ríkir matvælakreppa til að styrkja og auka félagsleg verndunarkerfi. Lönd heimsins þurfa að styrkja stuðning til matvælavinnslu, flutnings og svæðisbundinna matarmarkaða og þau verða að halda viðskiptaglufum opnum til að tryggja stöðuga virkni matvælakerfa. Enn fremur þurfa þau að tryggja að hjálpar- og hvatapakkar nái til þeirra sem eru mest varnarlausir sem nær til þarfa lausafjárstöðu smáframleiðenda og fyrirtækja í dreifbýli. Við höfum tækifæri á að byggja sjálfbærari heim.

Í öðru lagi verðum við að styrkja verndun félagslegra kerfa næringar. Lönd heimsins verða að vernda aðgang að öruggum og næringarríkum matvælum, sérstaklega fyrir ung börn, ófrískar konur og konur með börn á brjósti, ellilífeyrisþega og aðra áhættuhópa. Þeir þurfa einnig að aðlaga og útvíkka verndun félagslegra kerfa sem gagnast næringarfræðilegum áhættuhópum. Þetta þýðir jafnframt stuðning við börn sem hafa ekki lengur aðgang að skólamáltíðum.

Í þriðja lagi verðum við að fjárfesta í framtíðinni. Við höfum möguleika á að byggja innihaldsríkari og sjálfbærari heim. Við verðum að byggja matvælakerfi sem taka betur á þörfum matvælaframleiðenda og starfsfólki í matvælaiðnaði. Við verðum að útvega greiðari aðgang að heilnæmum og næringarríkum matvælum þannig að við getum útrýmt hungri. Einnig þurfum við að endurheimta jafnvægi milli matvælakerfa og náttúrlegs umhverfis með því að umbreyta þeim til að starfa betur saman með náttúrunni og fyrir loftslagið. Við getum ekki horft fram hjá því að matvælakerfi leggja til allt að 29 prósent af allri losun gróðurhúsalofttegunda sem inniheldur 44 prósent af metani og hafa neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika. Ef við gerum þessa hluti og fleiri sem koma fram í þessu ákalli getum við komið í veg fyrir verstu afleiðingar matvælaöryggis og næringar vegna Covid 19 og við getum gert það á þann hátt að það styðji við grænu umbreytinguna sem við þurfum að ganga í gegnum. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...