Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Álftir og gæsir: Vinna við aðgerða­r­áætlun að hefjast
Fréttir 25. júní 2015

Álftir og gæsir: Vinna við aðgerða­r­áætlun að hefjast

Höfundur: smh
Á vegum Bændasamtaka Íslands og Umhverfisstofnunar var haldin ráðstefna í Gunnarsholti þann 10. apríl síðastliðinn þar sem upplýsingar voru kynntar sem bændur höfðu skráð um tjón af völdum álfta og gæsa. Kom þar í ljós að tjón á síðasta ári var afar umfangsmikið.
 
Í framhaldinu gaf fulltrúi umhverfisráðuneytisins út að skipaður yrði aðgerðarhópur á vegum stjórnvalda til að vinna að tillögum um aðgerðir til að bregðast við vandanum. Að sögn Jóns Baldurs Lorange, sem hefur m.a. unnið í þessum málum fyrir hönd Bændasamtakanna, þá er vinna með stjórnvöldum að aðgerðaráætlun að komast í gang. „Tjónaskýrslur frá bændum í fyrra sýndu fram á verulegt tjón sem gerir kornbændum mjög erfitt fyrir á sumum svæðum landsins. Tilkynningar um tjón sem bændur skráðu á Bændatorgið í fyrra hafa verið mikilvæg gögn til að þrýsta á stjórnvöld um aðgerðir. Það skiptir því öllu máli að bændur haldi áfram að skrá tjón á þessu ári á Bændatorginu. Upplýsingar um tjón fara til Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands til skoðunar og úrvinnslu. Bændasamtökin hvetja bændur til að skrá allt tjón af völdum fugla samviskusamlega svo það geti orðið grundvöllur að aðgerðaáætlun í samvinnu við stjórnvöld.“
 
Til þess að hægt sé að skrá tjón á spildum þurfa þær að vera skráðar í JÖRÐ, skýrsluhaldskerfið í jarðrækt, en einnig þarf stafrænt túnkort að vera til staðar. 
 
Í upplýsingum sem skráðar eru þarf eftirfarandi að koma fram: umfang tjóns, tegund fugla sem valda tjóni, tímabil sem tilkynnt tjón á við um, hvaða forvörnum var beitt og mat á kostnaði við forvarnir. Þá eru bændur hvattir til að taka myndir sem sýna fram á tjónið og senda með tjónatilkynningu. Nánari upplýsingar veita búnaðarsambönd og Jón Baldur Lorange hjá Búnaðarstofu. 

Skylt efni: álftir og gæsir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...