Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Algert metár í umferð um Hringveg
Mynd / BBL
Fréttir 20. febrúar 2017

Algert metár í umferð um Hringveg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Algert metár var í umferð um Hringveg á nýliðnu ári, 2016, en umferðin jókst um ríflega 13% sem er mikil aukning á einu ári. Til viðmiðunar má nefna að á milli áranna 2006 og 2007 var aukning milli ára 6,8%.  Þessi aukning nú er því tæplega tvöföldun á gamla metinu.
 
Aldrei fyrr hafa jafnmargir bílar farið um mælipunkta Vegagerðarinnar á Hringveginum. Sama á við um nýliðinn desembermánuð en umferðin jókst um ríflega 21 prósent í mánuðinum og hefur umferð yfir vetrarmánuðina aukist gríðarlega sem líklega má fyrst og fremst rekja til aukinnar vetrarferðamennsku. 
 
Fram kemur á vef Vega­gerðarinnar að alls eru 16 lykilteljarar á Hringvegi og er nú ljóst að umferð um þá hefur aukist um rúmlega 13% og hefur aldrei áður aukist jafn mikið.
 
Umferð í nýliðnum desembermánuði jókst verulega miðað við umferð liðinna ára í sama mánuði, eða um 21% miðað við árið á undan.Þetta er mesta aukning milli desembermánuða frá því að samantekt af þessu tagi hófst. Umferð jókst á öllum landsvæðum en langmest mældist aukningin um mælisnið á Austurlandi, um tæplega 52%.  Minnst jókst umferð um mælisnið um og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 18%.
 
Nokkrar ástæður eru fyrir því að umferð um Hringveg eykst sem raun ber vitni. Vegagerðin hefur bent á fylgni umferðar við hagvöxt, aukningu ferðamanna og góð færð á vegum yfir vetrarmánuði hafi mikið að segja.  

Skylt efni: umferð | Hringvegurinn

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...