Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Algert metár í umferð um Hringveg
Mynd / BBL
Fréttir 20. febrúar 2017

Algert metár í umferð um Hringveg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Algert metár var í umferð um Hringveg á nýliðnu ári, 2016, en umferðin jókst um ríflega 13% sem er mikil aukning á einu ári. Til viðmiðunar má nefna að á milli áranna 2006 og 2007 var aukning milli ára 6,8%.  Þessi aukning nú er því tæplega tvöföldun á gamla metinu.
 
Aldrei fyrr hafa jafnmargir bílar farið um mælipunkta Vegagerðarinnar á Hringveginum. Sama á við um nýliðinn desembermánuð en umferðin jókst um ríflega 21 prósent í mánuðinum og hefur umferð yfir vetrarmánuðina aukist gríðarlega sem líklega má fyrst og fremst rekja til aukinnar vetrarferðamennsku. 
 
Fram kemur á vef Vega­gerðarinnar að alls eru 16 lykilteljarar á Hringvegi og er nú ljóst að umferð um þá hefur aukist um rúmlega 13% og hefur aldrei áður aukist jafn mikið.
 
Umferð í nýliðnum desembermánuði jókst verulega miðað við umferð liðinna ára í sama mánuði, eða um 21% miðað við árið á undan.Þetta er mesta aukning milli desembermánuða frá því að samantekt af þessu tagi hófst. Umferð jókst á öllum landsvæðum en langmest mældist aukningin um mælisnið á Austurlandi, um tæplega 52%.  Minnst jókst umferð um mælisnið um og í grennd við höfuðborgarsvæðið eða um 18%.
 
Nokkrar ástæður eru fyrir því að umferð um Hringveg eykst sem raun ber vitni. Vegagerðin hefur bent á fylgni umferðar við hagvöxt, aukningu ferðamanna og góð færð á vegum yfir vetrarmánuði hafi mikið að segja.  

Skylt efni: umferð | Hringvegurinn

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...