Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Allir nautgripir komist á beit á grónu landi í tiltekinn tíma
Mynd / smh
Fréttir 12. ágúst 2021

Allir nautgripir komist á beit á grónu landi í tiltekinn tíma

Höfundur: smh

Unnið er að breytingum á reglugerð um velferð nautgripa. Niðurstöður eru í vinnslu úr samráðsgátt vegna fyrstu breytinga sem fyrirhugað er að gera. Breytingarnar gera annars vegar ráð fyrir bættri aðstöðu fyrir nautgripi og hins vegar skýrara orðalagi ákvæða reglugerðarinnar. 

Það var Matvælastofnun sem óskaði eftir breytingunum á reglugerðinni og tillögurnar byggðar á reynslu af framkvæmd eftirlits Matvælastofnunar og bænda sem starfa á grundvelli reglugerðarinnar.

Skylt að hafa burðarstíur í lausagöngufjósum 

Með breytingunum verður felld brott sú skylda að í fjósum sem byggð eru fyrir gildistöku reglugerðarinnar árið 2014 skuli vera burðarstía. Matvælastofnun metur það sem svo að ekki sé þörf á að í slíkum fjósum sem ekki séu lausagöngufjós sé burðarstía þar sem kýrnar beri á básunum, sé þess gætt að nægilegt rými sé fyrir þær. Hins vegar leggur stofnunin til að skylt verði að hafa burðarstíur í lausagöngufjósum.

„Það er lagt til í því skyni að skýra nánar hvaða fjós eru undanskilin frá þeirri skyldu að hafa burðarstíu. Í fyrri reglugerð frá árinu 2002 var krafa um burðarstíu í lausagöngu­fjósum. Matvælastofnun mat það svo að ekki væri ásættanlegt að lausagöngufjós byggð fyrir gildistöku þeirrar reglugerðar hafi ekki burðarstíu. Því er lagt til að öll lausagöngufjós sem byggð eru fyrir gildistöku reglugerðarinnar hafi frest til ársloka 2034 til að uppfylla skilyrði um legubása. Þetta er hugsað sem aðlögunartími fyrir eldri lausagöngufjós,“ segir í greinargerð með málinu í samráðsgátt.

Allir nautgripir á beit á grónu landi

Þá er lagt til að allir nautgripir skuli komast á beit á grónu landi í átta vikur að lágmarki á tímabilinu 15. maí til 15. október ár hvert. Undanskildir eru kálfar fæddir á viðkomandi ári svo og graðnaut. Aðgangur að útigerði uppfyllir ekki kröfur um útivist á grónu landi. Í umsögnum Bændasamtaka Íslands (BÍ) og Landssambandi kúabænda (LK) um þetta atriði kemur fram að þau telja slíkt fyrirkomulag almennt jákvætt en lýsa áhyggjum af aldri kálfa þegar þeir eru settir í hagabeit þar sem fyrstu tólf mánuðir kálfanna séu þeir viðkvæmustu.

Loks er í breytingum gert ráð fyrir útiskjóli fyrir gripi sem hafi að minnsta kosti þrjá veggi og þak. Telja BÍ og LK að kröfur um slík mannvirki gætu orðið of kostnaðarsamar fyrir bændur.

Leggja BÍ til að horft verði til reglugerðar um velferð hrossa um slík atriði þar sem tekið sé tillit til þess að fullnægjandi náttúrulegt skjól geti verið til reiðu og „þar sem það er ekki fyrir hendi skuli bjóða upp á aðgang að manngerðum skjólveggjum, sem veita skjól frá veðri úr helstu áttum. Líta þarf til rannsókna þegar lágmarkskröfur eru skilgreindar í reglugerðum en horfa þarf til fóðrunar, kyns og aðstæðna frekar en tegundar skjóls eingöngu,“ segir í umsögn BÍ.

Bændasamtökin gera athugasemd við að ekki hafi verið haft samráð við samtök bænda við gerð tillagna að breytingunum sem liggja fyrir.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...