Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Flott lausn Skagfirðinganna sem voru í hestaferð um Kaldal við að tryggja á skjótan hátt öryggi hesta og vegfarenda. Þeir fá hól frá mér í þetta sinn.
Flott lausn Skagfirðinganna sem voru í hestaferð um Kaldal við að tryggja á skjótan hátt öryggi hesta og vegfarenda. Þeir fá hól frá mér í þetta sinn.
Fréttir 22. júlí 2021

Alltaf má bæta sig í umferðinni

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson

Eins og flestir Íslendingar reyni ég að ferðast um landið okkar fagra í sumarfríinu mínu og hef ég nú þegar tekið einn rúmlega 2.000 km hring um landið og svo Vestfjarðahring. Á þessum ferðum mínum hef ég orðið var við ýmislegt sem mætti bæta í umferðarmenningu okkar Íslendinga og erlendra ferðamanna. Fyrst vil ég nefna lélega notkun ljósa bæði að framan og aftan.


Á Jökulhálsinum á Snæfellsnesi var svartaþoka og allt í einu var fyrir framan mig bíll sem var algjörlega ljóslaus að aftan sem lúsaðist áfram á hraða sem var varla mikið meiri en gönguhraði og þegar ég blikkaði hann til merkis um ljósleysið virtist ökumaðurinn ekki átta sig á að ég vildi fá hann til að kveikja ljósin, hann fór bara út í kant og hleypti mér fram úr. Þá sá ég í afturrúðunni merki frá bílaleigu og gerði ráð fyrir að þarna hefði verið á ferðinni útlendingar á bílaleigubíl. Lög um ökuljósareglugerð er eitthvað sem bílaleigur mættu skerpa á við viðskiptavini sína þeim og öðrum til öryggis.

Ekki bara útlendingar ljóslausir að aftan

Bændur mættu vera meira vakandi að muna eftir að tengja ljósabúnað á tækjum sem þeir hengja aftan í dráttarvélarnar sínar á þjóðvegum landsins og að muna eftir að kveikja gula blikkljósið á traktornum þegar ekið er á vegum, en þetta hef ég rekið mig á oftar en einu sinni í sumar. Það eru fleiri sem mættu huga að réttum ljósabúnaði. Ég gat samt ekki annað en brosað þegar tveim bílum fyrir framan mig var lögreglubíll við eftirlitsstörf og eftir að hafa ekið á eftir honum í nokkra kílómetra setti bíllinn á blá viðvörunarljós og sneri við á eftir bíl sem virtist aka nokkuð hratt. Eðlilegt umferðareftirlit, nema hvað að eftirlitsaðilinn var ljóslaus að aftan (það þarf að muna að kveikja ljós þegar ekið er af stað á Landrover).

Samkvæmt túlkun þess manns sem ég ráðfæri mig við þegar ég er að skrifa um umferðarreglur, þá vill hann meina að 20.000 sektin fyrir að vera vanbúinn hvað ljós varðar í umferðinni eigi líka við um að gefa ekki stefnuljós, en það eru alltof margir í umferðinni sem virðast einfaldlega ekki gefa nokkurn tímann stefnuljós. Sem dæmi eru bílarnir þrír sem óku fyrir framan mig fyrir stuttu. Enginn þeirra gaf nokkurn tímann stefnuljós út úr hringtorgunum frá Mosfellsbæ til Reykjavíkur.

Rétt loftmagn í hjólbörðum allra farartækja skiptir miklu máli

Í Ísafjarðardjúpi var ég að aka undir hámarkshraða um tíma og tók fram úr mér bíll með fellihýsi, en þegar ég ók á eftir honum í um 20-30 km tók ég eftir því að annað hjól fellihýsisins virtist vera með töluvert minna loftmagn en hitt hjólið. Fyrir vikið kom kast á vagninn í hvert sinn sem hann tók beygju, hægði á sér, eða jók hraðann. Það er grundvallaratriði að vagn eða kerra sé með sama loftmagn á öxlinum því annars myndast kast á vagninn við hverja beygju og við hraðabreytingar, því er ágætis regla að mæla loft í dekkjum alltaf áður en lagt er í langferð með aftanívagn.

Hólið fá hestamenn úr Skagafirði

Í lok síðustu viku ók ég mótorhjóli við fimmta mann um Kaldadal frá Húsafelli á Þingvöll og fljótlega varð ég þess áskynja að það væru hestamenn fyrir framan mig, en mótorhjól og hestar er ekki góð samsetning. Satt best að segja hafði ég smá áhyggjur af ferðafélögum mínum sem voru erlendir gestir mínir. Þegar ég var rúmlega hálfnaður með leiðina yfir Kaldadal kom ég að fylgdarbíl hestamanna og stoppaði við hlið bílstjórans til að láta vita af okkur, bílstjórinn lét fremstu menn vita af komu okkar fimmmenninganna. Eftir smá stund var búið að koma öllum lausu hestunum af veginum og inn í litla spottagirðingu og við liðum áfram hjá hópnum án vandræða. Snilldar vel leyst af hestafólkinu. Svona vinnubrögðum hef ég aldrei áður orðið vitni að og mættu aðrir hestamenn taka þetta til fyrirmyndar og sýna svona liðlegheit við þá sem á eftir þeim koma.

Skylt efni: umferð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...