Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Kort sem sýnir skógarelda í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ samkvæmt gervihnattamynd 13. ágúst síðastliðinn. Mynd / Global Forest Watch
Kort sem sýnir skógarelda í Brasilíu, Bólivíu og Paragvæ samkvæmt gervihnattamynd 13. ágúst síðastliðinn. Mynd / Global Forest Watch
Fréttir 4. september 2019

Amasonskógar brenna sem aldrei fyrr

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gervihnattamyndir sýna að fjöldi skógarelda í þeim hluta Amasonskóganna sem eru innan landamæra Brasilíu hefur aldrei verið fleiri en á þessu ári. Aukning í fjölda skógarelda á svæðinu er 84% frá 2018. Skógareldar á öðrum svæðum Amason eru undir meðaltali undanfarinna ára.

Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið harðlega gagnrýndur þegar kemur að málefnum sem snúa að Amasonskógunum í kjölfar þess að hann hefur gefið mjög eftir þegar kemur að skógarvinnslu í landinu og veitt leyfi til skógarhöggs á svæðum sem áður voru friðuð. Auk þess sem hann hefur slakað á refsingum þegar kemur að ólöglegu skógarhöggi á friðlandi innfæddra.

Bolsonaro hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að reka yfirmann stofunnar sem heldur utan um upplýsingar um stærð skóga í Brasilíu eftir að að sló í brýnu milli þeirra vegna tölfræðiupplýsinga um eyðingu skóga í landinu sem Bolsonaro taldi rangar.

Forsetinn blæs á alla gagnrýni um skógareyðingu í Brasilíu og segir að um eðlilegar skógarnytjar sé að ræða. „Annaðhvort kalla menn mig Kaptein keðjusög eða líkja mér við Neró keisara og segja mig bera ábyrgð á skógareldunum.“ Haft hefur verið eftir forsetanum að umhverfisverndarsinnar beri ábyrgð á eldunum og að þeir hafi kveikt þá til að hefna sín á sér og stjórninni fyrir að draga úr framlögum til umhverfismála.

Hægrimaðurinn Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur verið harðlega gagnrýndur þegar kemur að málefnum sem snúa að Amason­skógunum.

84% aukning elda í Brasilíu

Gagnrýnendur forsetans segja að skógareyðing í Brasilíu hafi aukist gríðarlega eftir að hann tók við embætti í janúar á þessu ári, eða um 84% frá síðasta ári. Til samanburðar sýna gervihnattamyndir að skógareldar á svæðum utan Brasilíu eru undir meðaltali það sem af er árinu.

Myrkur á hádegi

Reykur og mengun frá eldunum er slík að fyrr í mánuðinum varð nánast almyrkt á hádegi í borginni São Paulo sem er í 2.700 kílómetra fjarlægð frá mestu eldunum.

Skógareldar í Amason eru algengir, sérstaklega ef um langvarandi þurrka er að ræða eins og hafa verið í ár. Í ofanálag er vitað að fjöldi eldanna er af manna völdum þar sem markmiðið er að brenna tré til að búa til beitiland fyrir nautgripi og auka kjötframleiðslu.

Viðsnúningur í verndun

Undanfarna áratugi hefur stjórnvöldum í Brasilíu tekist til langs tíma að draga úr skógareyðingu í landinu, meðal annars með því að berjast gegn og herða refsingar við ólöglegu skógarhöggi. Eitt af fyrstu verkum hægrimannsins Bolsonaro og stjórnar hans eftir að hann komst til valda var að auka skógarhögg í landinu og draga úr refsingum við ólöglegu skógarhöggi. Forsetinn hikar ekki við að gangrýna skýrslur, bæði innlendar og alþjóðlegar, sem gagnrýna skógarhögg í landinu og segja þær rangar. Auk þess sem Bolsonaro hefur ekki hikað við að víkja gagnrýnendum sínum úr starfi og ráða viðhlæjendur sína í stöðurnar.

Skógareldar í Amasonskógum Brasilíu í ár eru þeir mestu sem vitað er um. Þar hefur skógurinn verið ruddur á stórum svæðum til að rýma fyrir nautgripa- og sojarækt.

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...