Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia.
Guðbjörg Rist, framkvæmdastjóri Atmonia.
Mynd / smh
Fréttir 30. janúar 2023

Arabískt fyrirtæki fjárfestir í Atmonia

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Efnafyrirtækið Sabic Agri-Nutrients hefur keypt einkarétt á notkun tækni Atmonia til framleiðslu á sjálfbæru ammóníaki í nokkrum löndum á Arabíuskaganum.

Í fréttatilkynningu frá Atmonia er haft eftir Munif- Al Munif, yfirmanni tækniþróunar og nýsköpunar hjá Sabic An, að fyrirtækið sé sannfært um að Atmonia muni nái að koma vöru sinni á markað.

Sprotafyrirtækið Atmonia er að þróa efnahvata og tæknibúnað sem framleiðir ammóníak úr lofti og vatni án þess að losa gróðurhúsalofttegundir. Segir í til kynningunni að núverandi ammóníakframleiðsluaðferð sé ábyrg fyrir 1-2% af koltvísýringslosun af mannavöldum í heiminum.

Með sölu sprotafyrirtækisins á einkaréttinum, sem nær til landanna Sádi-Arabíu, Bahrein, Kúveit og Óman, eykst fjárhagslegt svigrúm fyrirtækisins til frekari þróunarvinnu.

Guðbjörg Rist, framkvæmda- stjóri Atmonia, segir í til- kynningunni að fyrirtækið sé að hefja fjármögnunarferli til að hraða vöruþróun enn frekar, en fyrirtækið finni fyrir mjög mikilli eftirspurn eftir vörunni, þrátt fyrir að hún sé enn í þróun.

Sabic er alþjóðlegt efnafyrirtæki sem framleiðir efnavörur, málma og plastvörur ásamt næringarefnum til landbúnaðar á stórum skala. Höfuðstöðvar þess eru í Sádi-Arabíu.

Skylt efni: nýsköpun | Atmonia

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...