Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipuleggja og skrá eyfirsk fræði og alþýðlegan fróðleik heimahaganna og gefa efnið út.
Um miðjan áttunda áratug festi félagið kaup á tímaritinu Súlum sem gefið er út árlega, en í ár eru þar alls sautján greinar, ríkulega myndskreytt og fjölbreytt efni.
Til að mynda er rætt við listakonuna Rósu Kristínu Júlíusdóttur, Jón Ingi Cæsarsson rifjar upp Oddeyri bernskuára sinna og hinn kunni hestamaður og söngvari, Þór Sigurðsson, fer með lesendur um fjallgarðinn mikla sem skilur að Eyjafjörð og Fnjóskadal.
Fjallar listmálarinn Kristinn G. Jóhannsson um Morgankarlana, Guðrún Sigurðardóttir segir sögu skólastjórans og baráttukonunnar Halldóru Bjarnadóttur og hestamaðurinn góðkunni, Jón Ólafur Sigfússon, rekur sögu Hestamannafélagsins Léttis.
Nýir áskrifendur að Súlum eru boðnir velkomnir í síma 863-75299 – eða í netfangið jhs@bugardur.is.