Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ársskýrsla Matís 2014 er komin út
Fréttir 7. janúar 2015

Ársskýrsla Matís 2014 er komin út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meginþema skýrslunnar í ár snýr að lífhagkerfinu en á árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu.

Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Ársskýrslan er á ensku en skýrslan verður aðgengileg á íslensku á næstu vikum.

Lesa skýrslu.

Skylt efni: Matís

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...