Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ársskýrsla Matís 2014 er komin út
Fréttir 7. janúar 2015

Ársskýrsla Matís 2014 er komin út

Höfundur: Vilmundur Hansen

Meginþema skýrslunnar í ár snýr að lífhagkerfinu en á árið var formennskuár Íslands í norræna ráðherraráðinu og í kjölfar þess hófst þriggja ára formennskuáætlun sem snýr að lífhagkerfinu.

Matís hefur unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða flestra rannsókna og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Helsta verkefni formennskuársins var um nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt.

Matís mun leiða nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni. Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði er verkefnastjóri.

Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa, meðal annars fyrir lífmassaver, og nýtingu nýrrar tækni þar á meðal líftækni til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og leita leiða til bættrar nýtingar þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu.

Ársskýrslan er á ensku en skýrslan verður aðgengileg á íslensku á næstu vikum.

Lesa skýrslu.

Skylt efni: Matís

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...