Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Alls var 271 línubrjótur skráður árið 2022 að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn um varnarlínu sauðfjársjúkdóma.
Alls var 271 línubrjótur skráður árið 2022 að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn um varnarlínu sauðfjársjúkdóma.
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarðarhólfs og Vesturlandshólfs hafa verið hækkaðar en verður rúmum 40 milljónum króna úthlutað til viðhalds varnarlína í ár.

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks.

Matvælaráðherra samþykkti tillögur Matvælastofnunar um hækkun á fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu úr 3,5 millj. kr. í 5,0 millj. kr. og á Tvídægrulínu úr 5,0 millj. kr. í 8,0 millj. kr. Kemur það í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfjarðarhólfi og er fjármagninu ætlað að vera nýtt til að skipta út verst förnu hlutum girðinga á línunum og gera þær vel fjárheldar.

Kostnaðaráætlun vegna viðhalds varnarlína í ár nemur 40.150.000 króna að því er fram kemur í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar Sigurgeirsdóttur, þingmanns Framsóknarflokks, um varnarlínu sauðfjársjúkdóma. Er þeim kostnaði skipt niður á viðhald þrettán varnarlína.

„Í kjölfar riðutilfella sem komu upp í Miðfirðinum nú í vetur skapaðist mikil umræða um varnarlínur sauðfjársjúkdóma og viðhald þeirra. Mér fannst nauðsynlegt að fá svör við ýmsum spurningum í tengslum við þessi mál og sendi því fyrirspurn á matvælaráðherra. Svar ráðherra dregur fram með skýrum hætti hvaða varnarlínur eru á viðhaldsáætlun. Einnig kemur fram að framlög til viðhalds þessara varnarlína hafa lækkað á undanförnum árum. Það er hins vegar mikilvægt að nú hefur verið ákveðið að hækka fjárveitingu til viðhalds á Hvammsfjarðarlínu og Tvídægrulínu,“ segir Lilja Rannveig.

Hvammsfjarðarlína nær úr Hvammsfirði milli Þorbergsstaða og Hrútsstaða um Laxárdalsheiði í Hrútafjörð sunnan Fjarðarhorns en Tvídægrulína liggur úr Hvammsfjarðarlínu við Skeggöxl um Kvíslavötn og Arnarvatn stóra í Langjökul við Jökulstalla.

Í svari matvælaráðherra við fyrirspurn Lilju Rannveigar kemur fram hver kostnaður hefur verið fyrir viðhald varnarlína frá árinu 2018– 2022 eftir einstökum varnarlínum og heildarraunkostnaður við viðhald þeirra. Sést þar að raunkostnaður var ávallt hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Einnig má í svari matvælaráðherra finna heildaryfirlit yfir línubrjóta árið 2022 eftir varnarlínum, aldri og kyni línubrjóta. Þeir voru 271 talsins. Þar sést að í fyrra voru flestir línubrjótar skráðir við Hvítár- línu, 38 talsins, en næstflestir við Miðfjarðarlínu, 23 talsins. Alls voru 17 línubrjótar skráðir við Tvídægrulínu og 15 við Hvammsfjarðarlínu.

Skylt efni: varnarlínur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...