Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Bændum greidd 3% uppbót á innlegg
Fréttir 24. maí 2018

Bændum greidd 3% uppbót á innlegg

Höfundur: MÞÞ

SAH Afurðir ehf. á Blönduósi hafa ákveðið að greiða bændum 3% uppbætur á innlegg fyrir árið 2017. Stefnt er því að greiða uppbótina út 25. maí.

Rekstur SAH Afurða gekk betur á liðnu ári en undanfarin ár, hagnaður upp á 5,5 milljónir króna varð af rekstrinum, en félagið hefur verið rekið með tapi frá árinu 2013. „Þessi viðsnúningur kemur til vegna lækkunar afurðaverðs og mikils aðhalds og sparnaðar í rekstri félagsins sem tókst með miklum ágætum,“ segir Eiður Gunnlaugsson, stjórnarformaður Kjarnafæðis, eigenda SAH Afurða.  

Bókfært eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um 153,2 milljónir. Velta síðasta árs nam um tveimur milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að tap verði á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Ársverk á reikningsárinu voru 52 að því er fram kom á aðalfundi félagsins sem haldinn var fyrr í þessum mánuði.

Verð á lambakjöti innanlands fer lækkandi

Það sem af er ári hefur SAH Afurðir flutt út rúm 320 tonn af kindaafurðum og allar gærur og aukaafurðir eru seldar. Gengi krónunnar hefur ekki verið hagstætt fyrir útflytjendur og verðið óviðunandi. Verð á lambakjöti innanlands hefur  farið lækkandi. „Ástæður þess eru offramboð þar sem menn eru alltaf að ýta á undan sér birgðavanda ár frá ári og myndast þar af leiðandi gríðarleg samkeppni,“ segir Eiður.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um verð á komandi sláturtíð í haust, en slátrun hefst 5. september og stendur út október. 

Skylt efni: Innlegg | SAH afurðir

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...