Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændur skiluðu 151,2 milljónum lítra mjólkur 2020
Mynd / smh
Fréttir 29. janúar 2021

Bændur skiluðu 151,2 milljónum lítra mjólkur 2020

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Samkvæmt yfirliti Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) nam heildarinnvigtun síðasta árs 151,2 milljónum lítra og hefur því dregist lítillega saman frá árinu 2019, eða um 0,4%.

Í sölu á einstökum vöruflokkum nam sala á mjólk og sýrðum vörum 38.049 tonnum. Þá voru seld á árinu 3.233 tonn af rjóma, 2.740 tonn af skyri, 2.328 tonn af viðbiti (smjöri og smjörva), 5.994 tonn af ostum og 1.144 tonn af dufti.

Samdráttur varð í sölu á mjólk og sýrðum vörum á árinu 2020 og nam hann 1,8% miðað við söluna á árinu 2019. Örlítil aukning var hins vegar í sölu á rjóma, eða 0,5%. Í öðrum afurðategundum var hlutfallslega mestur samdráttur í sölu á ostum, eða sem nam 3,1%. Þá nam samdráttur í sölu á viðbiti 2,6%, samdráttur í dufti nam 2,5% og samdráttur í skyrsölunni nam 0,9%.

Eflaust má rekja samdrátt í sölu á mjólk og mjólkurafurðum til ástandsins vegna COVID-19 faraldursins og hruns í fjölda ferðamanna. Hrun í ferðamannageiranum og mikill samdráttur á ýmsum sviðum þjóðfélagsins virðist samt hafa haft furðu lítil áhrif á mjólkuriðnaðinn. Bendir Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, reyndar á þessa staðreynd í grein á vefsíðu félagsins, naut.is. Þar segir m.a.:

„Samkvæmt nýjum stuðlum var sala ársins 2020 á fitugrunni 142,8 milljónir lítra sem er samdráttur um 1,5% frá árinu áður. Það verður að teljast ansi góður árangur þegar litið er til ástandsins á markaði vegna COVID-19. Sala mjólkur á próteingrunni endaði í 122,5 milljónum lítra, sem er heldur minna en hún var árið 2019 og munar þar um 3,8%. Þetta er þriðja árið í röð sem sala á próteingrunni lækkar, en er það í samræmi við mánaðarlegar tölur undanfarið og kemur því ekki á óvart.

Fyrstu þrjá mánuði ársins 2020 auk júnímánaðar var framleiðslan meiri en í sama mánuði árið áður. Hins vegar voru allir aðrir mánuðir ársins með minni framleiðslu en árið áður. Endaði árið sem fyrr segir í 0,4% minni framleiðslu en árið 2019.

Alls nam innvigtun mjólkur í desember 11,9 milljónum lítra, sem er 4,1% minni framleiðsla en í desember í fyrra.“

Margrét bendir einnig á helstu lykiltölur í mjólkurframleiðslu og -sölu á árabilinu frá 2005 til 2020. Þar kemur m.a. fram að mikill stöðugleiki hefur verið í innvigtun mjólkur undanfarin fimm ár. Þannig var innvegin mjólk 15,2 milljónir lítra árið 2016, 151,1 milljón árið 2017, 152,4 milljónir árið 2018, 151,8 milljónir árið 2019 og 151,2 milljónir lítra árið 2020.

Sérstök athygli er einnig vakin á því að umreiknaðar tölur fyrir sölu og birgðir á fitu- og próteingrunni eru í fyrsta sinn samkvæmt nýjum ríkisstuðlum sem gilda frá 1. október 2020 og voru samþykktir á fundi Framkvæmdanefndar búvörusamninga föstudaginn 13. nóvember 2020. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...